Oft verða hinir undarlegustu hlutir vinsælir á samfélagsmiðlum án þess að bein skýring liggi fyrir því.
Slík er raunin um fyrirtækið Tengi, eða frekar skiltið sem staðsett er fyrir utan verslun þess. Hópur tístara hefur tekið sig til og náð mynd af sér við skiltið og nýta sér það á Twitter til að sýna fram á samstöðu eða samhug með öðrum tísturum.
Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í þessu eru Haukur Bragason, Sveinn Arnarsson, Þórarinn Hjálmarsson, Þorsteinn Hreggviðsson og Gunnar Már Gunnarsson en allir hafa þeir skrifað nöfn sín í söguspjöldin í föstudagsviðtölunum hér á Lapparinn.
Lapparinn hvetur að sjálfsögðu sem flesta til að ná mynd af sér við þetta forláta skilti og taka þátt í herlegheitunum. Ef þið bætið ykkur á listann þá endilega sendið okkur myndina á lappari(hjá)lappari.com og við setja hana hér í galleríið.