Heim Föstudagsviðtalið Bragi Gunnlaugsson

Bragi Gunnlaugsson

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 88 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Bragi Gunnlaugsson heiti ég, fæddur og uppalinn Ísfirðingur en flutti í borgina 2005.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég hef verið hjá Vodafone síðan 2010 í hinum ýmsu verkefnum. Síðan 2013 hef ég verið í innkaupum og fæ því að koma nálægt öllu því nýjasta sem er að koma á markað.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Venjulega er ræs kl 8 til að ná að skríða saman fyrir vinnu. Venjulega er ég mættur kl 9 niðri í Skútuvog og vinn hörðum höndum við að halda birgðum fyrirtækisins góðum til 5.

Ég lifi ríku félagslífi og eyði miklum tíma eftir vinnu með vinum mínum. Þess á milli er rólegheitarástand, oftar en ekki í Playstation.

 

Lífsmottó?

Vertu ekki að þessu veseni, gerðu það ef þig langar til.

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Það er á nógu að taka, enda Ísafjörður og nágrenni smekkfullt af hæfileikaríku fólki.

  1. Mugison
  2. SSsól
  3. Skúli Mennski
  4. Reykjavík!
  5. BG og Ingibjörg!
  6. dgweT

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á tölvunni þinni?

Windows 8.1

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy S6 Edge

 

Hverjir eru helstu kostir og gallar við símann?

Mér finnst Samsung vera komnir langa leið með að gera hlutina eins og ég vil hafa þá. Síminn er flottur og úr „premium“ efnum sem skiptir mig töluverðu máli. Myndavélin er rosaleg og viðmótið er loksins hætt að vera barnalegt. Ef ég ætti að kvarta yfir einhverju þá myndi ég vilja sjá betri rafhlöðuendingu.

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. Tölvupóstur
  2. Myndataka
  3. Samfélagsmiðlar og samskipti
  4. Fjarstýring fyrir sjónvarpið og ljósin heima
  5. Símtöl

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 3210, those were the days.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Í hinum fullkomna heimi væri það annað hvort Motorola Moto X með viðarbakhlið og góðri myndavél (sem vantar) eða Windows Phone flaggskip með sama appfjölda og samkeppnin.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

The Verge, GSM Arena, Gizmodo, Pocketnow, Símon og auðvitað Lappara.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira