Heim Ýmislegt Samsung á toppnum

Samsung á toppnum

eftir Jón Ólafsson

Markaðsfyrirtækið Trendforce sendu á fimmtudag frá sér niðurstöður rannsóknar þar sem þeir taka saman tölur fyrir Q1 2015 yfir senda farsíma, þetta eru sem sagt tölur byggðar á shipment´s en ekki beinar sölutölur. Það er samt áhugavert að skoða þetta aðeins því tæknimiðlar hafa verið ansi uppteknir við að afskrifa Samsung og ýtreka minnkandi markaðshlut þeirra undanfarna mánuði.

Samkvæmt þessum gögnum frá Trendforce þá er Samsung á topnum sem leiðandi framleiðandi í dag með 27.8% heildarmarkaðshlut meðan Apple er í öðru sæti með 19.9% hlut frá 23.2% á Q4 2014. Apple hefur gengið vel í Asíu og mun án efa halda áfram að auka og bæta markaðshlut sinn þar.

Þessar tölur eru sérlega glæsilegar fyrir Samsung, sérstaklega í ljósi þess að Galaxy S6 og S6 edge voru ekki komnir í sölu á Q1. Vegna þessa gera Trendforce ráð fyrir því að Samsung muni ekkert slaka á þegar tölur fyrir Q2 liggja fyrir. Galaxy S6 og Edge virðist hafa slegið í gegn og spáir TrendForce því að Samsung muni selja rúmlega 20 milljónir eintaka af þeim á Q2.

Trendforce spáir því að heildar fjöldi seldra símtækja á Q2 verði um 311 milljónir símtækja.

 

Hér má sjá þá fimm stærstu

tfww

 

Hér má sjá fimm stærstu í Kína

tfch

 

Heimild:  TrendForce – ibtimes

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira