Heim ÝmislegtAndroid Cyanogen staðfestir samstarf við Microsoft

Cyanogen staðfestir samstarf við Microsoft

eftir Magnús Viðar Skúlason

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna mánuði þess efnis að Cyanogen og Microsoft ætluðu í náið samstarf. Fyrir helgi staðfesti Cyanogen að fyrirtækið sé byrjað að hanna útgáfu af Android-stýrikerfinu sínu sem mun geta nýtt sér þá þjónustu sem Microsoft hefur upp á að bjóða.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá nefnist stýrikerið í daglegu tali CyanogenMod en með þessari útgáfu af Android-stýrikerfinu er opnað fyrir talsvert meiri virkni á Android-stýrikerfinu en Google hefur boðið upp í opinberu útgáfunni sinni. Hérlendis er nokkuð stór fjöldi Android-notenda sem hafa sett CyanogenMod upp á sínum símum. Hægt er að kynna sér betur hvaða kosti CyanogenMod hefur fram yfir Android með því að smella hér.

Samstarf Microsoft og Cyanogen gengur út á að ný útgáfa af CyanogenMod sem verður gerð aðgengileg von bráðar mun geta nýtt sér þær fjölmörgu þjónustuleiðir Micrsoft hefur upp á að bjóða eins og Outlook.com, OneDrive og fleira. Aukin krafa hefur verið hjá Android-notendum að geta verið með Android-útgáfu sem reiðir sig ekki of mikið á þá þjónustu sem Google er með eins og t.d. Gmail.

Meira mun koma í ljós á næstu vikum þegar frekari upplýsingar af þessari útgáfu verður kynnt með meira formlegum hætti.

Heimild: MobileWorld

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira