Eins og margir vita þá er Windows 10 væntanlegt í almenna dreifingu seinna á árinu. Tæknirisinn Microsoft byrjaði samt seint á síðasta ári að leyfa notendur að sækja prufuútgáfu (Tech-Preview) af Windows 10 og nú þegar eru rúmlega þrjá milljónir notenda sem nota Windows 10 að staðaldri.
Á Windows 10 kynning sem Microsoft hélt í síðasta mánuði þá var fjallað um Windows 10 fyrir símatæki en áætlað er að það komi út á svipuðum tíma og Windows 10 kemur út. Microsoft tilkynnti að notendur komi til með að geta sótt prufuútgáfu af Windows 10 á símtækið núna í Febrúar en þetta eru frábærar fréttir fyrir þá sem vilja fylgjast með nýjungum og sjá hver Microsoft stefnir með Windows 10. Uppfærsla úr Windows Phone 8.1 í Windows 10 verður ókeypis eins og uppfærsla á tölvum úr Windows 7 og Windows 8.x.
Hingað til hefur Windows 10 for phones bara verið notað/prófað af starfsmönnum Microsoft en nú virðist sem fyrirtækið hafi handvalið notendur/bloggara til að prófa kerfið og eru hér nokkrar myndir sem Twitter notandinn @s1z33 deildi á Twitter..
Lappari bíður enn eftir boði frá Microsoft um að prófa 🙂
heimild: NPU