Heim Ýmislegt Samsung gengur of langt

Samsung gengur of langt

eftir Jón Ólafsson

Það hefur verið töluvert talað um Samsung og snjallsjónvörp frá þeim undanfarna daga og vikur og nýverið helst útaf auglýsingum. Eigendur snjallsjónvarpa hafa rekið sig á óumbeðnar auglýsingar frá Samsung á 20-30 minúndna fresti þegar verið er að horfa á efni sem notandinn á sjálfur t.d. þegar spilað er bíómynd af flakkara, minnilykli eða með Plex mediaserver.

Hér er er dæmi um notenda sem er að spila myndaskjáhvílu af Apple TV en yfir það kemur pop-up auglýsing frá Yahoo. Samkvæmt eiganda þá þarf að nota forrit sem heitir Samsung SyncPlay App til að slökkva á þessu en það var erfitt að finna það.

 

Samkvæmt Businessinsider þá hafa Samsung (síðan í janúar) verið að vinna með Yahoo til að breyta þessu en núna þarf að fara í Smart Hub > Terms & Policy > Yahoo Privacy Policy og scrolla alveg niður til að finna I Disagree til að opta sig úr þessu.

 

2015-02-10_20_17_09_0

Mynd: siliconaddict/Ars Technica

 

 

Samkvæmt Samsung þá er verið að “laga þennan galla” en hafa íslenskir notendur Samsung Snjallsjónvarpstækja rekið sig á þetta?

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira