Þetta er spurning… sem mjög fáir spá líklega í en Facebook er samt með svarið fyrir þig. Núna er hægt að skrá tengilið (Legacy Contact) á Facebook en viðkomandi fær þá réttindi til að taka við Facebook notendandum þínum þegar þú fellur frá.
Facebook byrjaði á að virkja þetta í Bandaríkjunum en mun í framhaldi vikja þetta fyrir aðra notendur víðsvegar um heiminn. Viðkomandi tengiliður getur þá skrifað færslur sem birtast á síðu hins látna ásamt því sannþyggja vinabeiðnir og uppfæra prófíl ásamt cover myndir.
Svona kemur minningarsíða til með að lita út á Facebook
Þegar þetta verður orðið virkt á Íslandi þá fara notendur í Settings -> Security ->og velja Legacy Contact sem er neðsti valmöguleikinn. Þegar tengiliður hefur verið valinn þá er möguleiki á að senda viðkomandi tilkynningu um þetta ásamt því að gefa viðkomandi leyfi til að hlaða niður öllum færslum og ljósmyndum sem þú hefur sett inn á Facebook.
Heimild: Facebook og TheNextWeb