Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum Windows Phone notenda að mörg íslensk fyrirtæki virðast sniðganga Windows Phone þegar kemur að framleiðslu á appi. Fyrirtæki gefa yfirleitt upp þá ástæðu að markaðshlutadeild Windows Phone á Íslandi sé svo lág (oft talað um 2%) og þess vegna telja þau ekki ástæðu til að framleiða app að svo stöddu.
Það er reyndar fátt sem styður við þá fullyrðingu að Windows Phone sé með 2% markaðshlut á Íslandi, allavega engin gögn sem við höfum komist í. Endursöluaðili sem við ræddum við segir að Windows Phone sé um 16% af seldum símum og í mælingum hefur Windows Phone verið um of yfir 10% í Evrópu sem er í takti við þær tölur sem við höfum fengið eftir óformlegum leiðum. Vitanlega getur verið að fyrirtæki styðjist við vefteljara (Analytics) en það er nú kannski ekki gáfulegt en sækja á í nýja notendur eða til þeirra sem hafa verið úti í kuldanum.
Windows Phone notendur eru vel yfir 10% á Lappari.com
Hugleiðingar mínar á þessu hófust þegar Strætó bs bætti við nýju viðmóti í Android og iOS appið sitt sem gefur notendum kleyft að kaupa far með strætó í gegnum Strætó appið. Nú eru margir viðskiptavinir strætó með Windows Phone síma og borga tugi þúsundir á ári í strætómiða og kort en Strætó bs virðist ekki vilja þjónusta þennan hóp og gefa bara út app fyrir Android og iPhone. Má með einfeldni segja að ég sem Windows Phone notandi sé ekki velkominn í viðskipti við strætó vegna þess að þeir styðja ekki við mínar þarfir.
Undanfarna mánuði höfum við orðið varir við aukin áhuga og umtal á Windows Phone símum frá fyrirtækjum og almennum notendum sem eru góðar fréttir, en slæmu fréttirnar eru þær að fyrirtæki eins og Já.is, Arionbanki, Strætó bs, Síminn, Vodafone, Nova og fleiri virðast ætla að sniðganga Windows Phone þegar kemur að framleiðslu á nýju appi.
Catch 22 ?
Ég sem notendi velti fyrir mér hvað mundi gerast ef þessi fyrirtæki myndu fara framleiða app fyrir Windows Phone notendur. Gæti verið að þessi markaðshlutadeild mundi aukast? Ég tel allavega líkur á því að einhver hluti af því fólki sem langar í Windows Phone hætti við vegna þess að fyrirtækið (bankinn, símafyrirtæki o.s.frv.) þeirra styður ekki við stýrikerfið.
Ég skora á þessi fyrirtæki að víkka sjóndeildarhringin og gefa Windows Phone tækifæri, gæti jafnvel skapað þeim sérstöðu og opnað á nýja markhópa því með universal appi sem samnýtur oft vel yfir 80% að forritarkóða þá eru fyrirtæki kominn með app sem virkar bæði á Windows Phone og Windows 8.x.