Heim ÝmislegtApple iPhone 6 plus – Fyrstu kynni

iPhone 6 plus – Fyrstu kynni

eftir Gestapenni

Þegar ég tók iPhone 6 plus sem við fengum frá Macland fyrst úr kassanum hugsaði ég strax að hann væri alltof stór, ég myndi ekkert nenna að vera með þetta í vasanum, ég myndi ekkert nenna að nota hann í daglegu rútínunni. Ég reiknaði strax með að ég myndi bara hafa hann í vasanum og bara taka hann upp þegar ég þyrfti nauðsynlega á því að halda. Kannski er best að það komi fram að ég var með iPhone 5s áður.

Myndavélin stendur örlítið út til þess að búa til pláss fyrir hristivörn og betri linsu.

Myndavélin stendur örlítið út til þess að búa til pláss fyrir hristivörn og betri linsu.

Það sem grípur augað strax þegar maður byrjar að skoða símann og velta honum fyrir sér er hvað hann er smooth. Hann er hreinlegur, ávölu brúnirnar gefa honum mjúklegt yfirbragð og allir takkar og tengi virðast falla betur að heildarmyndinni en á fyrri tækjum. Allir takkarnir eru örlítið meira innfeldir og rúnnaðari en á eldri símunum sem kemur bara vel út.

En það þarf alltaf að vera en, svo hér er það. Stærðin á símanum og þessir rúnnuðu kanntar gera það að verkum að síminn á það til að vera frekar laus í hendi og mér leið oft eins og hann væri hreinlega að fara að hoppa úr höndunum á mér, sérstaklega þegar maður reynir að teygja sig í fjærhornin! Ég myndi allavega mæla með að skella dýrinu í eitthvað gott hulstur við fyrsta tækifæri. Önnur smáatriði við ytri hönnuna eru að myndavélin stendur örlítið út. Mér persónulega finnst það leiðinlegt, en ég skil samt alveg af hverju það var ákveðið að gera það til að búa til pláss fyrir linsukerfið. Það er fullkomlega þess virði.

En næsta skref er víst að prófa að nota tækið. Skjárinn er órtúlega flottur, bjartur og litríkur. Alveg töluvert líflegri en á iPhone 5s og iPad mini retina sem ég var með til samanburðar.

Apple hefur staðið sig vel í að aðlaga sín öpp að stærðinni og að nýta stærðina vel bæði þegar síminn snýr lóðrétt eða lárétt. Sum öpp sem greinilega hafa verið hönnuð fyrir skjástærðina á eldri símunum líta örlítið furðulega út svona stór en menn eru mjög duglegir við að uppfæra öppin sín til þess að nýta skjáinn betur og ég sá það ennþá betur þegar sum þeirra voru uppfærð eftir að ég byrjað að nota símann.

Almenn notkun á símanum er nokkurnvegin alveg eins og á öðrum iOS tækum hingað til utan við eina viðbót, mjög sniðuga viðbót. Með því að ýta tvisvar laust á heima-takkann þá hoppar skjámyndin niður um hálfan skjáinn. Þannig að það sem var efst á skjánum kemur niður á hann miðjan og maður þarf ekki að teygja sig jafn hátt. Ótrúlega þægilegt.

Eina skiptið sem ég var virkilega svekktur á þessum fyrstu tveimur dögum var þegar ég var að fara að hlaupa og ætlaði að nota Nike + ipod appið með Nike+ skynjaranum sem ég hef notað með iphone 4s, 5 og 5s síðust ár. Eftir smá leit komst ég að því að appið er ekki lengur til staðar í nýjustu símunum af því skynjararnir í símanum sjálfum eiga að hafa komið í staðinn fyrir utanaðkomandi skynjara. Ég er miklu hrifnari af því að nota skynjarann í skónum, sérstaklega þegar maður hleypur á hlaupabretti, þá getur maður bara látið símann liggja í brettinu í staðinn fyrir að vera með hann í vasanum eða einhverju hulstri, sem er nauðsynlegt til að nota skynjarana í símanum sjálfum.

Fyrsta upplifun – stutta útgáfan: iPhone 6 plus er stór. Ég er hræddur við að taka hann úr vasanum af því ég er hræddur við að missa hann. Skjárinn er frábær. Myndavélin er frábær. Það er þægilegt að skrifa á hann. Ég sakna þess að geta notað Nike+ skynjarnann í skónum mínum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira