Ég hef heyrt um nokkra aðila sem hafa lent í brasi með POP þjónustur á Exchange 2013 þjónum sem búið er að uppfæra í Cumulative Update 6 (CU6). Þekkt staðreynd að það vilja nú líklega flestir útrýma POP en mörg fyrirtæki/tæki styðjast enn við POP og því gengur það hægt.
Villan lýsir sér þannig að strax eða fljótlega eftir uppfærslu í CU6 þá hættir POP að virka án augljósra villumeldina.
Ég var svo heppinn að lenda í þessu sjálfur með einn þjón hjá mér og því þurfti ég að kafa örlítið dýpra í málið.
Bilanalýsing
- POP notendur (fólk, scannar og önnur tæki) fengu Send/Receive villur.
- Loggar voru hreinir, POP þjónustur (POP og POP Backend) í gangi en ekkert virkaði.
- Telnet á porti 110 virkaði locally á póstþjóninum en samt ekki eins og venjulega þar sem ég gat bara Telnet´að Localhost og 127.0.0.1 en ekki vélarnafn eða rétta Host vísun. Aðrar vélar á LANi eða utan gátu ekki Telnet´að inn á þjóninn, hvorki með IP eða DNS vísun.
Venjulega myndi svona einfaldar Telnet prófanir benda mér á eldvegginn á póstþjóninum eða önnur netvandamál en eftir létta yfirferð þar þá sá ég ekkert augljóst sem gat valdið þessu.
Stutt leit á netinu leiddi svo sem ekkert í ljós enda erfitt að pinna þetta niður þar sem það var ekkert Error ID sem gaf til kynna hvar villan væri. Ég ramblaði á þessa færslu á TechNet sem kom mér á sporið og eftir það tók viðgerðin enga stund. Samkvæmt þeirri færslu þá getur þetta líka gerst með IMAP þjónustu en þá er hægt að skipta út PopProxy fyrir ImapProxy hér að néðan.
Á póstþjóninu (nafn á vél í þessu dæmi er MAIL) þá þarf að opna Exchange Management Shell (EMS) og keyra eftirfarandi skipun.
Get-ServerComponentstate -Identity MAIL
Þetta skilaði mér eftirfarandi niðurstöðu
Server Component State
—— ——— —–
MAIL.lén.is ServerWideOffline Active
MAIL.lén.is HubTransport Active
MAIL.lén.is FrontendTransport Active
MAIL.lén.is Monitoring Active
MAIL.lén.is RecoveryActionsEnabled Active
MAIL.lén.is AutoDiscoverProxy Active
MAIL.lén.is ActiveSyncProxy Active
MAIL.lén.is EcpProxy Active
MAIL.lén.is EwsProxy Active
MAIL.lén.is ImapProxy Active
MAIL.lén.is OabProxy Active
MAIL.lén.is OwaProxy Active
MAIL.lén.is PopProxy Inactive
MAIL.lén.is PushNotificationsProxy Active
MAIL.lén.is RpsProxy Active
MAIL.lén.is RwsProxy Active
MAIL.lén.is RpcProxy Active
MAIL.lén.is UMCallRouter Active
MAIL.lén.is XropProxy Active
MAIL.lén.is HttpProxyAvailabilityGroup Active
MAIL.lén.is ForwardSyncDaemon Active
MAIL.lén.is ProvisioningRps Active
MAIL.lén.is MapiProxy Active
MAIL.lén.is EdgeTransport Active
MAIL.lén.is HighAvailability Active
MAIL.lén.is SharedCache Active
Með því að virkja PopProxy þá fór POP póstur að virka aftur en það er gert svona:
Set-ServerComponentState -Identity MAIL -Component PopProxy -Requester HealthAPI -State Active
Strax eftir að hafa gert þetta þá fór POP póstur að flæða til og frá notendum og ég gat notað Telnet á port 110 hvort sem ég notaði gilt host gildi eða IP töluna. Það er alltaf gott að koma þjónustu í gang þegar notendur eru sambandslausir en það er samt pirrandi að vita ekki afhverju PopProxy var Inactive, ég vil skilja afhverju.
Hafið þið lent í þessu og ef svo… hvað gerðist?