Heim MicrosoftWindows 10 Windows Phone 8 tæki fá uppfærslu í Windows 10

Windows Phone 8 tæki fá uppfærslu í Windows 10

eftir Jón Ólafsson

Eins og við sögðum frá á Facebook fyrr í kvöld þá bárust skemmtilegar fréttir fyrir Windows Phone 8 notendur á internetið í gærkvöld en samkvæmt þeim fá öll Windows Phone 8 tæki ókeypis uppfærslu í Windows 10. Þetta eru í raun og veru tvær fréttir því það er bæði talað um uppfærslu fyrir Windows Phone 8 ásamt því að það er talað um Windows 10 en ekki Windows Phone 10.

 

Þessar fréttir bárust svo sem ekki í tilkynningu frá Microsoft eftir hefðbundnum leiðum heldur í gegnum Twitter reikning þeirra.

 

Þar sem að Windows 10 sé enn í þróunnarfasa þá er ekkert vitað nákvæmlega hvenær þetta verður en þetta eru samt góðar fréttir og viss léttir fyrir marga. Ég held að það sé erfitt að finna stýrikerfi sem mun veita jafn víðtæka og góða uppfærslu og Windows Phone því að 20 þúsund króna snjallsíma skuli vera studdur er í mörg ár er líklega ekki þekkt á símamarkaðnum í dag.

Það hafa margir beðið með niðurskrifaða brandara sem verða að éta þá ofaní sig því það er ekki langt síðan Windows Phone 7 notendur brunnu inni í uppfærslunni í Windows Phone 8. Ástæðan var samt vissulega augljós þar sem vélbúnaðurinn sem keyrði WP7 gat aldrei keyrt WP8 en það er önnur saga.

 

Heimild: WinSupersite

Mynd:  Digitaltrends

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira