Heim Microsoft mbl.is reynir að fjalla um Windows

mbl.is reynir að fjalla um Windows

eftir Jón Ólafsson

Það kemur fyrir að okkur sé bent á villur í greinum hér á Lappari.com og lögum við þær ef þurfa þykir,  þessar villur geta t.d. verið málfarsvillur eða hreinlega rangar fullyrðingar sem við getum ekki staðið með. Við reynum samt alltaf okkar besta en vitum þó að við höfum meira svigrúm en stóru miðlarnir þar sem allt hér er unnið í sjálfboða vinnu og oftast í tímaþröng á móti starfi og fjölskyldu.

Þegar miðlar eru með launaða fréttamenn þá er í lagi að gera kröfur varðandi málfar, þýðingar og þá sérstaklega þekkingu blaðamanna því ef þetta er ekki til staðar þá sé ég ekki tilgang með viðkomandi miðli. Vegna þessa langar mig að fara yfir furðulega frétt sem birtist í viðskiptahluta mbl.is í dag en þessi frétt er svo illa þýdd og arfavitlaus að það nær ekki nokkurri átt.

Blaðamaður virðist vera að þýða frétt af vefsíðu BBC sem er sérstakt þar sem sú frétt er unnin eftir frétt sem birtist á Forbes. Þetta er sem sagt léleg þýðing af frétt sem var unnin eftir annari frétt og eftir stendur eðlilega frétt sem er mjög villandi og einfaldlega full af röngum fullyrðingum.

Hér er greinin á mbl.is og hér er skjáskot ef fréttinni verður breytt..

 

Fyrirsögn MBL:   Hætta sölu Windows 7 og 8

Microsoft hef­ur form­lega tekið stýri­kerf­in Windows 7 og 8 úr sölu og er það liður í að knýja fram end­ur­nýj­un á stýri­kerf­um viðskipta­vina að sögn for­svars­manna. Næsta út­gáf­an, Windows 10, kem­ur á markað á seinni hluta næsta árs

Af þessu má skilja að Microsoft sé hætt að selja Windows 7 og Windows 8 til þess að knýja notendur til þess að nota Windows 10 sem kemur út seinni hluta 2015. Ekki eru þeir að selja Windows XP lengur og hafa þá líklega ákveðið að taka sér frí frá stýrikerfasölu til einstaklinga?

 

Frá og með 31. októ­ber var ekki hægt að kaupa Home Basic, Home Premium og Ulit­ma­te út­gáf­ur Windows 7 stýri­kerf­is­ins og frá og með deg­in­um í dag verður Windows 8 ekki held­ur í boði. Hvorki verður hægt að nálg­ast stýri­kerf­in í búðum eða á net­inu.

Hér er hvergi talað um Enterprise eða Pro útgáfur hjá þessum ágæta blaðamanni og virðist hann ekki hafa séð í BBC og Forbes fréttinni þar sem sagt er að Windows 8.1 taki við af Windows 8. 

 

Bú­ast for­svars­menn Microsoft þó við því að breyt­ing­in muni taka sinn tíma þar sem viðskipta­vin­ir eigi marg­ir hverj­ir lag­er af eldri stýri­kerf­um.

Hér er líklega verið að tala um að endursöluaðilar/OEM eigi lager af stýrikerfum, mætti útskýra betur.

 

 

Það sem er rétt í fréttinni;

  • Það er ekki hægt að kaupa Windows 7 Home Basic, Home Premium eða Ultimate útgáfur í Retail pakkningum í verslunum eða hjá OEM (uppsett á tölvu) lengur.
  • Það er ekki lengur hægt að kaupa Windows 8 í Retail pakkningu eða hjá OEM.

 

Það sem vantaði í fréttina:

  • Það verður líklega hægt að kaupa Windows 7 Pro (mögulega þarf smá krókaleiðir).
  • Þeir sem eru að kaupa sér tölvu og Windows 7 Pro geta “downgrade´að” úr Windows 8.1, ef OEM bíður uppá það
  • Fyrirtæki geta vitanlega notað Windows 7 Pro og Enterprise áfram enda er stýrikerfið stutt af Microsoft til ársins 2020.
  • Windows 8 er sannarlega hætt í sölu en við tekur Windows 8.1 sem er ekki hefðbundin uppfærsla heldur sér stýrikerfi, Windows 8.1 var og er ókeypis uppfærsla fyrir þá sem eiga Windows 8.

 

Þó að það sé ánægjulegt að sjá íslenska fjölmiðla fjalla um tæknimál þá er slæmt að sjá þá liggja yfir útþynntum þýðingum af erlendum miðlun sem þeir þó þýða bara að hluta. Væri óskandi að þeir mundu hið minnsta leita í frumheimild eða….. ég er með hugmynd…

Þeir gætu jafnvel leitað svara hjá Microsoft á Íslandi !!!!

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira