Heim ÝmislegtAndroid Heimsóknir – skipting milli tækja, vafra og stýrikerfa

Heimsóknir – skipting milli tækja, vafra og stýrikerfa

eftir Jón Ólafsson

Ég hef lengi haft áhuga á tölfræði og pælingum um hvernig umferð á heimasíðum hefur verið að breytast undanfarin ár. Reynsla flestra er að vefumferð frá snjallsímum og spjaldtölvum hefur aukist mikið á meðan heimsóknum frá hefðbundnum borð- og fartölvum hefur dregist saman.

Það var því ekkert annað að gera en að taka saman smá tölfræði byggða á heimsóknum hér á Lappari.com. Ákveðið var að taka síðustu 6 mánuði (frá 31 Maí til 31 Oktober) og bera saman við sama tímabil í fyrra.

 

Fyrst skoðum við samanburð milli stýrikerfa milli ára

Allt saman

Hérna að ofan tek ég saman alla borð- og fartölvu, spjaldtölvu og snjallsíma umferð..

 

 

Hér má sjá hvaða vafrar eru mest notaðir á Lappari.com

vafrar

Augljóst að það gefa allir vafrar lítillega eftir meðan Chrome sækir í sig veðrið.
— Notast var við einn aukastaf í stað tveggja og því skekkjumörk uppá 0,1%

 

 

Næst er samanburður á borð- og fartölvu, snjallsímum og spjaldtölvum

samb

Samanborið við þetta tímabil í fyrra á þá hefur umferð frá borð- og fartölvum minnkað um 15%, farsímar aukist um 9% meðan spjaldtölvu umferð hefur aukist um 6% milli ára.

 

 

Ef við skoðum bara borð- og fartölvuhlutan þá má sjá að Windows bætir lítillega við sig meðan Apple og Linux gefa lítillega eftir

desktop_laptop

 

 

Nú er það samanburður á þeim flokki sem hefur mest stækkað á Lappari.com en það eru heimsóknir frá snjalltækjum

mobile

Windows mobile tæki sækja í sig veðrið ásamt Android tækjum meðan iOS tæki minnka umtalsvert við sig.

 

 

Það er áhugavert að skoða Windows (mobile) hlutan aðeins betur til að leita útskýringa á því afhverju hann hoppar svona mikið uppávið.

mobile_win

Meðan Windows Phone heimsóknum fækkar milli ára þá er ánægjulegt Windows spjaldtölvur eru að sækja í sig veðrið. Þetta eru vélar sem keyra á Windows RT stýrikerfi ásamt þeim sem nota snertivafrann í Windows 8.1 en það eru t.d. notendur Surface vélanna frá Microsoft.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira