Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 65 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Ég fæddist í Reykjavík í september 1966 og ólst upp í Háaleitishverfinu innan um aðra Framara. Sonur hjónanna Guðnýjar K. Eiríksdóttur, fv. starfsmanns TR og Björgvins R. Hjálmarssonar fv. starfsmanns Húsnæðisstofnunar ríkisins. Ég á tvo bræður annan fæddan 1960 og hinn 1970 og er því dæmigert miðjubarn.
Ég er íþróttakennari að mennt og stundaði framhaldsnám í íþróttum við Íþróttaháskólann í Köln í Þýskalandi og lauk diplómu í stjórnun frá Kennaraháskóla Íslands. Er giftur Ölmu Jóhönnu Árnadóttur, grafískum hönnuði og á með henni þrá drengi.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Í dag starfa ég sem bæjarstjóri á Akureyri en sit jafnframt í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, stjórn Þjóðskrár Íslands og stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.
Ég starfaði sem íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúi í átta ár eða frá árinu 1994 – 2002. Hef síðan starfað sem bæjarstjóri fyrst á Héraði og síðan sl. fjögur ár á Akureyri.
Hvernig er venulegur dagur hjá þér?
Dagarnir hjá mér eru mjög fjölbreyttir og enginn eins. Fæ tækifæri til að hitta fjöldan allan af fólki á herjum degi, samstarfsfólk, íbúa, gesti sveitarfélagsins og aðra þá sem vilja eiga við mig samskipti. Veit ekki hvað venjulegur dagur er.
Hefur bæjarstjóri einhver alvöru völd?
Eigum við ekki frekar að kalla það alvöru áhrif.
Lífsmottó?
Þú uppskerð eins og þú sáir.
Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?
Verð að hafa þá 6.
- Kristján Jóhannsson
- Óskar Pétursson
- Hvanndalsbræður
- Bara flokkurinn
- 200.000 Naglbítar
- Hljómsveit Ingimars Eydal
Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?
Windows og Mac-Osx
Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?
Notast við Dell og iMac.
Hvernig síma ertu með í dag?
HTC
Hver er helsti kostur við símann þinn?
Hann hefur virkað óaðfinnanlega í fjögur ár.
Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?
Ekki fundið það enn.
Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)
- Hlusta
- Tala
- Tölvupóst
- Vekjaraklukkan mín.
- Netið
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Fyrsti síminn sem ég keypti mér var þegar við hjónin byrjuðum að búa. Þetta var gegnsær borðsími úr plexigleri sem blikkaði bleiku neonljósi þegar hann hringdi.
Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?
Nýjustu og fullkomnustu týpuna af HTC-síma.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
Engar reglulega en hef gaman af því að skoða bílasíður.
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
„Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil.
Skyldi maður verða leiður á því til lengdar að vera til?“
Lappari: Ég byrjaði að söngla þetta lag þegar ég las þetta og því ekkert annað að gera en að bæta því við hér.