Nú styttist óðum í að Microsoft sendi frá sér uppfærslu sem kallasta Lumia Denim en þessi uppfærsla er í raun og veru Windows Phone 8.1.1 uppfærslan ásamt firmware uppfærslu fyrir Lumia tæki saman í pakka sem kallast einfaldlega Lumia Denim.
Það er ekki 100% víst hvenær þetta fer að birtast í símtækjum notenda eða hvaða tæki fá uppfærsluna fyrst en flestir spá því að Lumia 930, Lumia Icon, Lumia 1520 og síðan Lumia 830 séu þau tæki sem fái uppfærsluna fyrst, jafnvel á næstu dögum og síðan önnur tæki snemma á næsta ári.
Windows Phone 8.1 update sem öll tæki munu fá inniheldur til dæmi
- Cortana: Þróunn á Cortana heldur áfram og núna munu fleiri svæði utan US fá Cortana. Okkur hér á Íslandi fer líklega best að velja US sem region til að njóta hennar og fleiri kosta.
- Lifandi möppur: Þýðist skringilega á íslensku en nú verðu hægt að sameina mörg forrit í eina möppu á heimaskjá til að spara pláss og skipuleggja sig aðeins betur. Þannig væri t.d. hægt að sameina forrit fyrir samfélagsmiðlana í eina möppu og síðan mun mappann síma samtals ólesnar tilkynningar en hvert forrit sýnir samt tilkynningar á hefðbundin hátt.
- Forrita horn: Nú verður hægt að búa til sérsniðin heimaskjá þar sem aðeins viss forrit eða leikir eru aðgengilegir en þetta gæti t.d. verið sniðugt fyrir vinnustaði sem skaffa starfsmönnum Windows Phone símtæki.,
- SMS: Núna verður loksins hægt að velja ákveðin SMS skilaboð út samskiptasögu til að eyða en hingað til hefur það verið allt eða ekkert. Einnig verður hægt að afrita þau og senda sem ný skilaboð
- Vekjaraklukka: Nú verður hægt að velja lengd á snozze tíma en ég þekki einn sem fagnar þessu sérstaklega (Gunnz)
- VPN: Núna verður VPN uppsetning einfölduð og stuðningur við fleiri tegundir bætt við sem einfaldar uppsetningu
- Internet Explorer: Vafrinn fær uppfærslu sem léttir vafri á vefum sem eru uppfærðir fyrir snjalltæki (renderar síðurnar betur)
- Lifandi flís fyrir Store (US): Ef notendur eru með region stillt á US þá uppfærist flísin fyrir Store og sýnir vinsæl forrit eða forrit sem mælt er með fyrir notenda
Þessi uppfærsla mun koma með ofantaldar uppfærslur í öll símtæki en Lumia símtæki fæ aukalega margar uppfærslur en sérstaklega tengd myndavélinni
- Lumia Camera: Myndavélaforrit fær flotta uppfærslu sem mun gera þetta frábæra forrit enn betra.
- Hraði: Tæki með Denim verða mun sneggri að ræsa myndavélaforritið sem styttir point to shoot tíma til muna. Tækin koma til með að geta tekið raðmyndir með aðeins millisekúndur á milli mynda. Þetta á bara við um Lumia 830, 930 og Lumia 1520.
- 4K upptökur: Ef Moment Capture er opið og myndavélatakka er haldið inni þá hefst 4K upptaka sem tekur upp 24 ramma á sekúndu. Hver rammi í upptökunni er 8.3 megapixels og notandi getur rennt í gegnum hvern ramma og vistað sem ljósmynd. Þetta á bara við um Lumia 930 og Lumia 1520.
- Einfaldleiki: Rich Capture er kostur sem mig grunar að margir eigi eftir að nota en með honum er tekin mynd á hefðbundin hátt og síðan er hægt að breyta myndinni eftir á.
- Birtuskilyrði: Nokia símtæki hafa staðið ansi framarlega ef ekki fremstir þegar kemur að myndatöku við léleg birtuskilyrði og samkvæmt Microsoft þá mun þetta verða enn betra.
- Cortana: Í Lumia 930, Lumia Icon og Lumia 1520 verður hægt að ræsa Cortana með því að segja “Hey Cortana” sem er sambærilegt við það sem Android notendur þekkja.
- Glance Screen: Þeir sem eiga tæki sem styðja Glans screen vita að þetta er frábær kostur en hann sýnir tilkynningar, klukku og fleiri upplýsingar án þess að það sé kveikt á skjánum. Lumia Denim mun gera notendum kleift að sjá mun meira af upplýsingum eins og t.d. veður, upplýsingar úr Health & Fitnes o.s.frv.
Það bendir flest til þess að Lumia 830 mun ekki geta tekið upp 4K upptökur.
Myndir eru teknar héðan og þaðan af Bing