Caterpillar B100

eftir Jón Ólafsson

Lappari hefur frá stofnun fjallað um marga snjallsíma og því fannst okkur nokkuð krefjandi og spennandi þegar okkur bauðst að fá Caterpillar B100 síma í prófanir. Þetta er ekki snjallsími og þarf því að taka hann sérstökum tökum og prófa hluti sem við prófum kannski ekki venjulega. Einkunn hér miðar við feature síma og ætti ekki að berast saman við snjallsíma einkunnir.

Það er svo sem ekki langt síðan Caterpillar fór að framleiða og selja símtæki en eins og nafnið Caterpillar ber með sér þá eru þetta sterkir símar, byggðir til að þola álag.

Ég gerði nokkrar til að drepa þennan en ekkert gekk.

  • Lét hann detta úr 3 metra hæð á möl.
  • Lét hann liggja úti í snjóskafl yfir nótt.
  • Ég lánaði bónda símann í nokkra daga og hann endaði á að panta sér síma
  • Ég prófaði að keyra yfir hann (á grasi) en það sá ekki á honum.

 

 

Hér má sjá Caterpillar B100 afpökkun

 

 

Hönnun og vélbúnaður

Hönnunin á Caterpillar B100 er í grunninn eins og gömlu Nokia símarnir voru en þetta er takka sími með einföldum skjá og er gríðarlega sterkbyggður. B100 er bara svo miklu sterkbyggðari en nokkuð annað sem við höfum prófað áður.

Það er erfitt að bera vélbúnaðinn saman við annað sem við höfum prófað þar sem þetta er venjulegur feature sími en ekki snjallsími. Einfaldast er að segja að hann ræður við allt sem honum er ætlað og þau forrit sem með honum fylgja.

Síminn er með sterklegu lyklaborði og skjá, hliðar eru úr áli og botn og toppur eru klæddar í sterkt plast sem ver símann vel fyrir skemmdum í falli.

 

CB100_4

 

Á framhlið er lyklaborð og 2.2″ TFT skjár sem styður 240 x 320 pixla upplausn og er því um 182 PPI (Pixel per inch). Á vinstri hlið er micro-USB 2 tengi bakvið vatnshelt hólf og á hægri hlið eru þrír takkar. Þetta er hækka og lækka takki ásamt valtakka.

 

Aðeins verið talað um hversu sterklegur hann er en Caterpillar bakkar það upp með þessum vottunum.

  • IP67 vottun – Hann er ryk og vatnsheldur niður í allt að 1m í 30 mínúndur
  • Caterpillar segir að hann þoli fall á steypu úr 1.8m hæð
  • MIL-STD-810G vottun – salt, dust, humidity, rain, vibration, solar radiation, transport and thermal shock resistant (ákvað að halda þessu á ensku)

 

Bakhliðin er mjög vígaleg en þar er stór CAT logo ásamt myndavél, flash´i og hátalara sem er varinn bakvið grófa álrist. Frágangur á öllu er til fyrirmyndar og fyrirfram er vel hægt að sjá fyrir sér að þessi þoli allt.

 

CB100_5

 

Hér helstu stærðir í mm.

  • Hæð: 123
    Breidd: 56
    Þykkt: 17,5
    Þyngd: 136 g

 

Þó svo að það skipti líklega ekki miklu máli þá er Caterpillar B100 með Media Tek MT6276W örgjörva sem mér sýnist vera eins-kjarna ásamt því að vera með 128MB ROM, 64MB RAM og 50MB af geymslusvæði fyrir notendur. Þetta segir okkur kannski ekki mikið annað en geymslurýmið er ekkert of mikið og að ráðlagt er að kaupa auka microSD kort ef taka á mikið af myndum en síminn styður allt að 32GB minniskort.

Örgjörvinn og minnið skilar hinsvegar sínu og er hann nokkuð sprækur í almennri notkun enda svo sem ekki margt hægt að gera á honum sem krefst auka vinnslugetu. Hann spilar samt öll helstu hljóðformöt og tekur upp/afspilun á 3GP eða MP4, það er hægt að setja upp POP póst, vafra á netinu á OperaMobile vafra eða nota Google Maps (via Java).

 

 

Tengimöguleikar

Eins og fyrr segir þá er Caterpillar B100 með MicroUSB tengi (USB 2.0) þannig að einfalt er að tengja símann við tölvu til að sækja eða setja á hann efni en þetta tengi er einnig notað til hleðslu á símtækinu.

 

CB100_9

 

Efst á síma er einnig 3.5 mm heyrartólstengi bakvið vatnshelda hlíf og undir bakhlið eru sleðar fyrir SIM og micro SD kort sem einfalt er að komast í, ef þú ert með skrúfjárn á þér    🙂

Caterpillar B100 er með Bluetooth 2.0, GPS og FM útvarpi en hann er ekki með þráðlausu neti enda kannski ekki við því að búast en hann styður þó 3G.

 

 

Rafhlaða og lyklaborð

Ég er gríðarlega ánægður með rafhlöðuendingu á Caterpillar B100 þó að símtækið sé bara með 1150mAh Li-Ion rafhlöðu. Það væri lítið á snjallsíma en mjög gott á venjulegum feature síma.

 

CB100_8

 

Hér má sjá uppgefnar endingartölur sem mér hef að mestu staðfest
Taltími: 10 tímar
Biðtími: 552 tímar

 

Caterpillar B100 er með hefðbundnu lyklaborði eins og flestir þekkja síðan fyrir tíð fyrsta snjallsímans en lyklaborðið er mjög gott og jafnvel einfalt að skrifa á það, meira að segja í vettlingum.

 

Hljóð og mynd

Myndavélin í Carerpillar B100 er 3MP og leysir sitt verkefni ágætlega ásamt því að flash´ið er gott í myndir af stuttu færi. Það er erfitt og óþarfi að fara í frekar greiningu á myndavélinni… Hún tekur þokkalegar myndir í dagsbirtu og hana nú…

 

CB100_7

 

Caterpillar B100 er með hljóðnema sem eyðir umhverfishljóðum ásamt því að á bakhlið er öflugur hátalari, heyrist mjög vel í hringingum eða í símtölum þegar hann er notaður.

 

Taka myndir af síma.

Einfaldast er að tengja símann við tölvu með USB -> microUSB snúru en þegar það er gert þá þarf að velja Mass Storage sem ætti að koma upp á símanum þegar hann er tengdur. Þá ætti að koma upp mappa á tölvunni með öllum gögnum sem á símanum eru en mögulega þarf að fara í My Computer og opna símann þar. Í þessari möppu má t.d. finna myndir undir Photos og myndbönd undir Videos.

 

 

Niðurstaða

Ég verð að játa að þetta er ein erfiðasta umfjöllun sem ég hef tekið og er það kannski vegna þess að ég er vanur snjallsímum og almennt ekki í leit að svona feature síma. Ef ég set mig í fótspór þeirra sem eru að leita sér að sterkum síma sem þolir “allt” þá er þessi hinsvegar klárlega málið. Ég er búinn að gera margar tilraunir til þess að drepa kvikindið en það hefur ekki enn gengið, eina sem sér á honum eru nokkrar rispur hér og þar.

Ef þig vantar sterkan síma í vinnuna, bústaðinn, áhugamálið, siglingar, búskapin eða hesthúsin þá þarftu ekki að leita lengur, Caterpillar B100 er málið og þolir erfiðisvinnu mjög vel.

 

Hvað finnst þér?

2 athugasemdir

Guðlaugur Ævar Hilmarsson 07/11/2014 - 18:54

Hvað kostar svona gipur ? Lítur út fyrir að vera góður í vinnuna.

Reply
Jón Ólafsson 07/11/2014 - 18:57

Sælir,

Hann er á 24.900 m/vsk emobi.is

Reply

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira