Lapparinn er búinn að vera að prófa Nokia Lumia 2520 í nokkra daga en þetta tæki var kynnt á Nokia viðburði í Abu Dhabi fyrir ári síðan og því löngu orðið tímabært að prófa græjuna. Eins og oft áður þá voru það vinir okkur í emobi sem lánuðu okkur þessa stórglæsilegu spjaldtölvu en okkur er búið að hlakka til að prófa Lumia 2520 enda almennt fengið gott lof hjá þeim sem hafa prófað og er vel búin vélbúnaðarlega.
Hér er það helsta í þessari fyrstu spjaldtölvu frá Nokia
- Keyrir á Windows RT stýrikerfinu og kemur með Office 2013
- Fjórkjarna Snapdragon 800 örgjövi
- Full HD 10.1″ Gorilla glass skjár með Clearblack og 1920×1080 upplausn
- 32GB geymslurými
- 3G – 4G og GPS
- Hægt að fá PowerKeyboard sem er lyklaborð með innbyggðri hleðslu
- 11 klst rafhlöðuendingu og 16 klst með PowerKeyboard
- Frábær 6.7MP myndavél með Carl Zeiss linsu og 2MP Selfie myndavél
- Kemur í rauðu, bláu, svörtu og hvítu
Núna er það Katy Perry sem sér um tónlistina með með laginu This Is How We Do