Heim Föstudagsviðtalið Sumarliði Helgason

Sumarliði Helgason

eftir Ritstjórn

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 59 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”, harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.

Viðmælandi okkar þennan föstudaginn uppfyllir skilgreiningu föstudagsviðtalsins einstaklega vel en hann flokkast sem tölvunörd og er frægur (á íslandi allavega). Sumarliði Helgason eða Summi Hvanndal eins og hann er ætíð kallaður hefur verið nokkuð áberandi í IT faginu undanfarinn ár og að eiginn sögn nokkuð “víðförull”.

Flestir ættu hið minnsta að kannast við kauða út Hvanndalsbræðrum og látum við eitt sígilt Hvannadalsbræðralag fylgja með..

 

 

Gefum Summa orðið….

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Sumarliði Helgason aka Summi Hvanndal, tölvunarfræðingur og tónlistarmaður (T&T) . Ég er fæddur og vel upp alinn í Borgarnesi til 12 ára aldurs en flyt þá norður í Eyjafjörðinn fagra þar sem ég hef dvalið æ síðan með viðkomu í Hvanndal stöku sinnum.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Í dag starfa ég sem tónlistarmaður og þá sér í lagi sem einn af hinum síungu Hvanndalsbræðrum en þó í hinum og þessum tónlistarlegu verkefnum bæði í að skipuleggja viðburði og koma fram á þeim. Ég hef einnig síðustu 10 ár starfað á sviði upplýsingatækni og fjarskipta og komið víða við í þeim málum.

 

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

Í dag er hann draumi líkast. Kem ásamt frúnni börnunum úr húsi og sest þá jafnan niður við að ganga frá viðburðum síðustu helgar eða að skipuleggja viðburð næstu helgar og eitthvað lengra fram í tímann auðvitað. Ég sest gjarnan við mitt „heimastúdíó“ og vinn í tónlist sem ég hef verið að semja og þar gleymi ég mér oftast. Í hádeginu er svo skyldumæting í Crossfit Hamar en þar er ég virkur meðlimur í hóp sem kallar sig 12:10, virkilega skemmtilegt og gefandi. Eftir hádegið fara svo börnin að koma heim eitt af öðru og þá er friðurinn úti …..og gjarnan sett upp Fifa mót. Svo bara passar maður sig að gera ekkkert leiðinlegt.

 

Hvernig leggst veturinn í þig og hvaða verkefni eru framundan?

Veturinn leggst gríðar vel í mig eins og allar aðrar árstíðir. Við í Hvanndalsbræðrum erum nýlega byrjaðir aftur að koma fram þrír hinir upprunalegu (Röggi, Valur, Summi) og stefnum á halda skemmtilega tónleika í vetur, eins er mjög mikið að gera hjá okkur í að koma fram í einkasamkvæmum, árshátíðum og slíku. Nú ég er ásamt mjög skemmtilegum hópi að skipuleggja og setja upp stóra og hátíðlega jólatónleika í Hofi þann 13. Desember sem nefnast Norðurljósin þar sem fram koma landsþekktir söngvarar og flytja uppháhalds jólalög þjóðarinnar. Ég er einnig í Queen heiðurshljómsveitinni Killer Queen sem stefnir á nokkra tónleika í vetur en það er alltaf gríðarlega skemmtilegt. Svo er verið að skoða nokkur önnur tónlistarleg verkefni sem verður ýtt úr vör á næstu misserum.

 

Einhverjar fréttir liðina daga eða vikna sem standa uppúr að þínu mati?

Ég veit að það eldos í gangi.

 

Lífsmottó?

Don‘t worry be happy

 

Hver er uppáhalds/krúttlegasti/sætasti Hvanndalsbróðirinn?

haha, þessi spurning er mjög erfið því þeir eru allir einmitt svo krúttlegir. En þegar Valur setur neðri vörina yfir nefið á sér og hermir eftir Æðstastrump að þá verður ekkert krúttlegra. Svo sofum við Valur iðulega saman á ferðalögum og hann er mjög krúttlegur sofnandi líka. Nema reyndar þegar hann er að dreyma eitthvað og byrjar að tala uppúr svefni og fer að berja frá sér og baða út höndunum. En þeir eru allir ákaflega skemmtilegir og hvílík forréttindi að að hanga með svona liði.

 

 

Top 5 tónlistarmenn sem kenna sig við þinn heimabæ?

Ég skal gera gott betur og nefna 6. Valur Freyr, Rögnvaldur Gáfaði, Pétur Hallgríms, Valmar Valjaots, Arnar Tryggvason og Haukur Pálmason. Þeir hafa allir á einhverjum tímapunkti verið í Hvanndalsbræðrum og það gerist ekkert miklu meira Topp en það.

 

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Ég er bæði með Windows tölvu og Mac sem ég nota. Ég hallast alltaf meira að Windows, veit ekki alveg afhverju en það er sumt sem fer í taugarnar á mér við Makkann. Svona einfaldir hlutir í Windows verða oft pínu flóknir í Mac. En svo er annað betra í Makkanum samt, þannig að þetta er bara 50/50

 

 

Hvaða tölva er best í geimi og afhverju?

Ég keypti mér tölvu í Tölvulistanum árið 2001 sem hét bara Ace eða eitthvað og var samsett úr allskonar dóti. Sú tölva gekk alveg furðu vel og lengi og var alltaf mjög góð, ég átti hana örugglega í 5 ár og þá gaf ég Rögga vini mínum hana og hann notaði hana örugglega annað eins. Það hljóta að hafa verið gerð einhver mistök við uppsetninguna því ég held að tölvur eigi ekki að endast svona lengi. Annars eru svona nokkrar tölvur sem manni finnst hafa átt betri daga en aðrar, t.d. Lenovo fartölvur hefur mér fundist endingagóðar og þá hefur maður verið hrifnari af Intel örra en AMD t.d.

 

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Ég er með Iphone 5 og langar í Iphone 6

 

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Mér finnst Iphone bara vera eins og hugur manns, hann gerir í raun allt það sem ég vil að síminn geti gert og það á einfaldan hátt. Allir í fjölskyldunni minni sem nota síma eiga Iphone og allir kunna á hann. Love it.

 

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Stundum er hann bara of góður, og ég horfi bara á hann og hugsa. „Nei þetta er ekki hægt, hvernig getur sími verið svona góður“.

 

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

  1. Netið
  2. Tölvupóstur
  3. Facebook
  4. Snapchat
  5. Tónlist

Ég nota gríðarlega mikið upptökuforritið í símanum mínum. Ég á það til að fá hugmyndir af lögum á fáránlegustu stöðum og þá er gott að þruma inn línunni í símann.

 

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Nokia 5110, the classic. Ég var að vinna við að selja síma þegar þeir komu á markað, þetta voru einfaldlega of góðir símar og alltof endingagóðir.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Iphone 6

 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Fylgist lítið með þannig, það er helst bara hjá Apple sem maður er fylgjst með nýjungum frá þeim og svo bara í Appstore að fylgjast með nýjustu öppunum. Þetta er allt í öppunum.

 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

You stay classy Akureyri

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira