Heim Microsoft Snjalltækjastjórnun – BYOD – MDM – STS

Snjalltækjastjórnun – BYOD – MDM – STS

eftir Jón Ólafsson

Bring your own device (BYOD) er frasi sem margir þekkja en þetta er í stuttu máli hugtak sem notað er til þess að lýsa ákveðinni breytingu sem hefur verið á tæknanotkun/kröfum starfsmanna fyrirtækja. Þetta vísar til reglu (Policy) sem heimilar starfmönnum að koma með og nota eigið tæki (fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma) á tölvukerfi fyrirtækis. Þessi tæki fengu þannig aðgang að gögnum og forritum fyrirtækisins. Sama á við um nemendur sem nota eigin tæki á tölvukerfi skólanns.

 

Hér er hægt að lesa hugleiðingar Magnúsar Viðars um BYOD á vef Skýrslutæknifélags Íslands

 

Þetta er í stuttu máli þróunn sem miðar að því að gera starfsmanninum kleyft að vinna vinnu sína á því tæki sem hentar viðkomandi best og þá með það að leiðarljósi að auka framleiðni og starfsgleði starfmanna. Það hafa vissulega verið skiptar skoðanir um þetta málefni en helstu mótmæli hafa verið tengd öryggismálum og hræðslu kerfisstjóra og stjórnenda við að hleypa starfsmönnum á vinnunetið hjá sér með allskonar misörugg tæki.

Fyrirtæki hafa notað hugbúnað sem kallast Mobile Device Management (MDM) sem mundi íslenskast sem Snjalltækjastjórnun (STS – þýðing Kristján Atli) til að halda utanum tækin og stjórna þeim. Þessi leið er nauðsynleg til að verja gögn fyrirtækisins en er svo sem ekki yfir gagnrýni hafin þar sem fyrirtæki hafa möguleikan á því að fjareyða (Remote Wipe) öllum gögnum af viðkomandi tæki þegar t.d. starfsmaður hættir störfum eða ef hann týnir tækinu sínu eða því stolið. Einnig vilja fyrirtæki örugglega loka á síma og spjaldtölvur sem er búið að eiga við eins og Jailbrake´aða iPhone eða Rootuð Android tæki

 

Þessi umræða gæti verið miklu lengri og ýtarlegri hér er farið yfir en öruggt er að ekki er séð fyrir endann á þessari umræðu og enginn veit með vissu hvernig BYOD endar,  eitt er þó víst og það er að fyrirtæki þurfa tól til að verja gögnin sín og aðkomu óviðkomandi að þeim.

Microsoft kynnti í morgun ansi spennandi nýjung sem á eftir nýtast mjög mörgum og gleðja marga kerfisstjóra og stjórnendur en það er innbyggð Snjalltækjastjónun (STS) í Office 365. Þetta þýðir að t.d. fyrirtæki, stofnanir, skólar og sveitafélög geta stýrt Android, iOS og Windows Phone símtækjum og spjaldtölvum beint úr Office 365 viðmótinu sínu. Stjórnendur geta þannig t.d. sett reglur um leyniorð, bannað Jailbrake/Rootuð tæki, eytt fyrirtækjagögnum (enn hlíft einkagögnum) svo að eitthvað sé nefnt.

 

Hér er að lesa nánar um þessa nýung á Office blogginu eða bara hlusta á Jeremy Chapman kafa í málið.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira