Heim MicrosoftWindows Server Server 2012, WSUS, BITS og hægt niðurhal

Server 2012, WSUS, BITS og hægt niðurhal

eftir Jón Ólafsson

Ég þekki ekki marga sem nota Windows Server Update Services (WSUS) í rekstrarumhverfi sínu sem er miður, með einföldun má segja að WSUS sé þjónusta á netþjóni sem sér um að hlaða niður uppfærslum fyrir Windows stýrikerfi. Vinnustöðvar sækja síðan uppfærslur innanhús (yfir LAN) beint af þessum netþjóni, þá er Windows Update orðin miðlæg þjónusta á innra neti.

Þetta hefur marga kosti í för með sér, getur sparað mikið niðurhal og þar með bandvídd ef það eru margar vélar/þjónar á neti, ásamt því að uppfærslur taka margfalt skemmri tíma en yfir internetið. Kerfisstjórar ættu að sjá líka hag í því að stýra uppfærslum sjálfir og láta vinnustöðvar bara sækja uppfærlsur sem þeir hafa samþykkt og prófað.

Það er mjög gaman að setja upp vinnustöð og sjá fyrsta niðurhal af Windows Update taka nokkrar mínúndur, þó svo að skrárnar séu kannski um eða yfir GB að stærð. Síðan er Office sett upp og uppfærlsur taka bara örfáar mínúndur í niðurhali.

WSUS þjóninn notar Background Intelligent Transfer Service (BITS) við að hlaða niður uppfærslum en með smá einföldum má segja að þetta sé hraðatakmörkun á niðurhali. Það eru margar Microsoft þjónustur sem nota BITS ásamt öðrum forritum/leikjum en þetta er kostur þar sem við viljum ekki að WSUS þjóninn taki alla bandvídd sem til staðar er í fyrirtækinu. Það er hægt að fínstilla BITS í Group Policy (GP) og meira að segja að stilla vinnutíma og takmarka BITS þá og gefa BITS síðan meiri hraða utan skrifstofutíma.

 

 

Fyrsta niðurhal á nýjum WSUS þjóni er aftur á móti mjög stór en hversu stór fer eftir því hversu mörg tungumál eða hversu víðtækar uppfærslurnar eru sem WSUS þjónninn á að sækja.

Hér má sjá dæmi um venjulegt fyrirtæki með Windows, Office, Netþjóna o.s.frv.

wsus1

 

 

Þessi 39GB sem þjónninn er þarna búinn að sækja, hafa tekið 2 sólarhringa að sækja þrátt fyrir GP stillingar á BITS en mig vantar þennan þjón í gang sem fyrst og því þarf ég að setja BITS í forgang á kostnað bandvíddar.

Ef WSUS er á 2008 R2 eða eldri þá er einfalt að finna skipanir á netinu um hvernig þetta er gert en þær eiga ekki við um Server 2012

 

Til að gera þetta þá þarf að sækja eftirfarandi viðbætur:

Microsoft® SQL Server® 2012 Native Client 

X86 Package (sqlncli.msi)
X64 Package (sqlncli.msi)

Microsoft® SQL Server® 2012 Command Line Utilities

X86 Package (SqlCmdLnUtils.msi)
X64 Package (SqlCmdLnUtils.msi)

SQL Command Line Util þarf bæði Windows Installer 4.5 og SQL Native Client sem er hér að ofan. 

 

Þegar þetta hefur verið sett upp þá þarf að opna CMD og fara í:

C:\Program Files\Microsoft SQL Server\110\Tools\Binn>

 

Þar er þessi skipun keyrð:

SQLCMD.exe -S \\.\pipe\Microsoft##WID\tsql\query -d “SUSDB” -Q “update tbConfigurationC set BitsDownloadPriorityForeground=1”

 

wsus2

Þá ætti Server 2012 þjónninn að hlaða niður uppfærslum á fullum hraða en sniðugt er að gera þetta yfir helgi ef þetta er gert á vinnustað.

Þegar upphafs niðurhalið er búið þá er ekkert óvittlaust að breyta þessu til baka með því að breyta eftirfarandi í skipuninni hér að ofan “BitsDownloadPriorityForeground=0” en þegar allt er farið að rúlla þá er þægilegt að treysta á GP við fínstillingar á BITS.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira