Heim Ýmislegt Fréttatilkynning – Síminn velur Lenovo fartölvur

Fréttatilkynning – Síminn velur Lenovo fartölvur

eftir Jón Ólafsson

Ég fæ oft sendar fréttatilkynningar og stundum birti ég þær, ef þær vekja áhuga minn…  Hér er fréttatilkynning frá Nýherja þar sem tilkynnt er að Síminn hafi valið Lenovo X1 Carbon fyrir starfsmenn sína.

 

Það vill svo skemmtilega til að Lappari er með Lenovo X1 Carbon í prófunum og birtist umfjöllun um vélina mjög fljótlega en hér má sá afpökkun á þessari vél

 

 

 

 

 

—- Fréttatilkynning er birt óbreytt hér að neðan —-

 

 

 

Síminn hefur ákveðið að velja Lenovo X1 Carbon fartölvur frá Nýherja fyrir starfsfólk sitt. Síminn, sem hefur notað Lenovo fartölvur í fjöldamörg ár, hefur nú ákveðið að velja flaggskip Lenovo sem þeirra aðal fartölvu. Lenovo X1 Carbon eru byggðar úr koltrefjum og eru léttustu og sterkustu fartölvur sem Lenovo hefur framleitt.

„Þetta er frábær vél sem varð fyrir valinu því við viljum bjóða starfsmönnum það besta sem völ er á,“ segir Kristján Jónsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrar Skipta, móðurfélags Símans. „Við vonumst til þess að tölvan geti átt sinn þátt í aukinni starfsánægju því það verður frábært að vinna á þennan grip.“

X1 vegur frá 1,28 kg, með 14″ skjá og er aðeins 17,7 mm en Lenovo notar koltrefjaefni í sína framleiðslu, sambærilegt efni og er notað í framleiðslu á gervitunglum. Það tók Lenovo 2-3 ár að fullkomna framleiðsluferlana enda koltrefjaefni flókin í samsetningu. X1 vélarnar eru með snertiskjám sem gera starfsmönnum kleift að nýta sér eiginleika nýjustu stýrikerfa.

„Með því að staðla tölvukaup Símans er hægt að kaupa öflugri tölvur með meiri afslætti en áður þekktist og spara bæði tíma og fé við uppsetningu, þar sem tæknimenn þurfa ekki að setja sig inn í ólíka uppsetningu í hvert sinn sem starfsmaður skiptir um vél,“ segir Kristján.

Á myndinni eru Kristján Jónsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrar Skipta, David McQuarrie framkvæmdastjóri Lenovo N-Evrópu og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira