Hugbúnaðarrisinn Microsoft keypti í dag fyrirtækið Mojang sem framleiðir hin vinsæla tölvuleik Minecraft. Microsoft keypti fyrirtækið fyrir 2,5 milljarða Bandaríkjadala.
Tölvuleikurinn Minecraft byggist á því að þú byggir upp þína eigin veröld út frá þínu eigin hugmyndaflugi.
Fyrst byrja spilendur að byggja mannvirki til þess að vernda sig gegn skrímslum. Þegar leikurinn stækkar munu spilarar sameinast og byggja upp byggingar frá þeirra eigin hugmyndaflugi.
Leikurinn hefur verið mikið spilaður í gegnum leikjatölvu sem framleidd er af Microsoft, Xbox one. En Xbox one spilendum hafa fækkað töluvert og eru talsvert undir áætlun. Microsoft hyggist ætla að fjölga notendum með þessum hætti.