Heim ÝmislegtApple Biðin eftir nýjum iPhone

Biðin eftir nýjum iPhone

eftir Jón Ólafsson

Þar sem flestir miðlar landsins, hvort sem þeir fjalla að staðaldri um tæknimál eða ekki eru nú þegar búnir að birta allar mögulegar myndir sem eru líklega af iPhone 6 þá ákváðum við að sleppa því bara.

Við erum engu að síður ansi spenntir fyrir iWatch snjallúrinu sem Apple mun væntanlega kynna á morgun en ég reikna með einhverjum “vá factor”.

Okkar hlakkar til að sjá hvernig þeir leysa “stærðarvandamálið” sem fylgir síma með stærri skjá. Helstu rök Apple gegn því að koma með stærri síma en þeir hafa gert hingað til hafa verið á þann veg að það eigi að vera hægt að nota síma með annari hendi. Ég skil það vel því ég nota að staðaldri símtæki með 6″ skjá. Verður mjög áhugavert að sjá hvernig Apple leysa þetta.

Þó að myndbandið hér að néðan sé nú í léttari kanntinum og gerir saklaust grín að Siri þá reiknum með uppfærslum á Siri enda hún í harðri samkeppni við Cortana og Google Now.

 

https://www.youtube.com/watch?v=HzeLjCUn5rY

 

Við getum allavega verið sammála um að næsti iPhone muni verða hraðvirkari, stærri og hafa fleiri kosti en forverar sínir. Fylgstu með hér á Lappari.com klukkan 17:00 á morgun

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira