Uppfærsla neðst
Það nota margir svokallað skýjadrif sem er í mikilli einfeldni geymslurými sem notandi hefur aðgang að hvar sem hann er. Notendur geta síðan nálgast gögnin sem þeir geyma í gegnum vafra eða með sérstöku forriti.
Ég nota sjálfur sér forrit á tölvunum mínum og sér það um að samstilla gögn sem ég set þar inn við allar tölvurnar mínar. Ef ég t.d. bý til nýtt Word skjal í Windows Phone símanum mínum þá samstillist það við tölvurnar, sama á við um öllu skjöl (gögn) sem ég set inn á tölvunum.
Stóra spurningin er, hvaða lausn er ég að nota og er einhver önnur sem er mögulega betri?
Dropbox náði gríðarlega góðri dreifingu snemma enda var t.d. mikil áhersla lögð á að allir noti Dropbox í skólum en landslagið hefur breyst æði mikið á síðustu árum og örval lausna einnig. Núna getur hver sem er fengið ókeypis geymslurými t.d. hjá OneDrive (Microsoft), Drive (Google), Dropbox, Box, Cloud Drive (Amazon), Mediafire og iCloud (Apple) svo eitthvað sé nefnt.
Samanburður
Eins og sést á ofangreindri upptalningu þá er þetta er töluverður frumskógur og þess vegna ákvað ég að taka þessar lausnir saman í einfalda samanburðartöflu. Ég skoða ekki fyrirtækjapakka heldur miðast við að leita að áskriftum fyrir heimili (Home) og miða ég verð við mánaðaráskrift.
Efst í töflunni má sjá hvað er innifalið af ókeypis geymslurými en að néðan er hægt að sjá hvað kostar að kaupa auka geymslurými.
Ég tek ekki tillit til hvaða mögulegu stækkanir á leið notendur geta fengið en sem dæmi þá fá notendur Amazon Cloud Drive ótakmarkað geymslupláss undir myndir og myndbönd meðan Windows Phone notendur fá auka pláss ókeypis á OneDrive. Það mundi flækja uppsetningu á þessum samanburði of mikið og er honum því sleppt.
Miða við 120kr á gengi USD
OneDrive | Drive | Dropbox | Cloud Drive | iCloud | Mediafire | Box | |
Geymslurými | 15 GB | 15 GB | 2 GB | 5 GB | 5 GB | 10 GB | 10 GB |
Ábend. bónus | 500 MB | – | 500 MB | – | – | 1 GB | – |
Mesti bónus | 5 GB | – | 16 GB | – | – | 50 GB | – |
Forrit fyrir | |||||||
Windows tölvur | já | já | já | já | já | já | já |
Windows síma | já | já **** | já **** | nei | nei | já **** | já |
Apple tölvur | já | já | já | já | já | já | já |
iPhone og iPad | já | já | já | já | já | já | já |
Android | já | já | já | já | nei | já | já |
Stærsta skrá | 20 GB | 10 GB | – | – | – | 20 GB | 250 MB *** |
Verð | |||||||
100 GB | 239 | 239 | – | 500 | 251 | – | 600-1200 |
200 GB | 479 | – | – | 1000 | 502 | – | |
1 TB | 1599 * | 1199 | 1199 ** | 5000 | 2510 | 299 | 9000 |
* Með 1 TB OneDrive fylgir “ókeypis” Office leyfi og geysmlupláss fyrir 5 notendur en þetta þýðir að hver og einn fær 1TB ásamt því að fá Office pakka.
* Sem sagt 5 notendur með Office pakka og 1 TB af geymslurými hver fyrir 1599 krónur á mánuði
* Uppfært: núna fæ Office 365 notendur ótakmarkað geymslusvæði
** Dropbox Pro er lausn sem kostar $9.99 og inniheldur 1 TB af geymslurými
*** Ókeypis geymsla er sem sagt 10 GB og stærsta skrá sem hægt er að vista er 250 MB
*** Hægt er að borga 600 krónur fyrir 100 GB og þá má hver skrá vera 2 Gb stærst
*** Hægt er að borga 1200 krónur fyrir 100 GB og þá má hver skrá vera 5 GB stærst
*** Hægt er að borga 9000 krónur fyrir “ótakmarkað” geymslupláss fyrir 5 notendur (lágmark 5)
**** Unofficial
Uppfærsla:
Samkvæmt fréttum frá Microsoft þá eru þeir að aflétta 2GB takmörkun á stærstu skrá sem hægt er að hafa á OneDrive.
Niðurstaða
Það má með sanni segja að enginn af þessum lausnum sé “best fyrir alla” því það geta verið mismunandi ástæður fyrir því afhverju ein lausn er valin frekar en einhver önnur.
Ég vill þó meina að fyrir þá einstaklinga sem eru með Windows tölvur þá sé OneDrive / Office 365 áskriftin sé langhagstæðust. Þetta segi ég vegna þess að þá geta allir fjölskyldumeðlimir/vinahópur (5 alls) verið með löglegan Office pakka (alltaf nýjasta útgáfa) ásamt því að hver og einn fær 1 TB í geymslurými í skýjalausn Microsoft. Þessu til viðbótar þá er OneDrive innbyggt í Windows 8 (verður einnig í Windows 9) en það er gert til að samstilla notendastillingar í tölvunni milli allra véla. Notandinn notar því sömu lausn fyrir gögn og stýrikerfið notar fyrir stillingar.