Home ÝmislegtAndroid Trekkit TV eru á leið til landsins og þeir vilja sjá app-ið þitt

Trekkit TV eru á leið til landsins og þeir vilja sjá app-ið þitt

by Magnús Viðar Skúlason

Trekkit TV eru vinsælir útilífsþættir sem hafa verið í sýningu á kanadísku sjónvarpsstöðinni Community One, en þó mest á heimasíðu verkefnisins, www.trekkit.com. Trekkit er verkefni / heimasíða sem heldur utan um ferðamyndskeið frá hinum og þessum aðilum víða um heim þannig að fólk getur deilt upplifun sinni á síðunni og úr verða þættir sem bera heitið Trekkit TV. Þann 12. júní munu aðstandendur Trekkit líta til Íslands til hefja tökur á þriðju þáttaröðinni hér á landi.

Einn af þáttunum þrettán í þessari þáttaröð mun alfarið verða tekinn upp á Nokia Lumia 1020 og verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður.

Hinsvegar þá hafa aðstandendur Trekkit TV beðið áhugasama um að senda á sig ábendingar um eigin smáforrit sem þeir munu síðan velja úr og verða notað í einhverjum af þáttunum hjá þeim. Því er þetta kjörið tækifæri fyrir áhugasama að koma sér betur á framfæri og ná jafnvel inn í þáttinn. Hægt er að senda ábendingar af heimasíðunni hjá þeim og sjá síðan hvernig fer.

Sagan segir að búið sé að hafa samband við marga af öflugustu Twitter-um landsins sem munu aðstoða við að retweet-a ábendingar um áhugaverð smáforrit, sem þeir munu svo nota hérlendis á meðan dvöl þeirra stendur.

Trekkit TV er í boði fyrir Apple, Android, Amazon-tæki og Windows Phone.

 

Hvað finnst þér?

You may also like

Leave a Comment

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.