Uppfærðar IP tölur.
Lesendur Lappari.com fá nú 40% afslátt af öllu hjá www.flix.is en það eina sem þú þarft að gera er að gefa upp kóðan LAPPARI40 þegar verslað er.
Ég hef fjallað áður um Netflix hér á Lapparanum en ætla nú að púsla saman grein sem miðar að því að setja þjónustuna þannig upp að hún virki á öllum tækjum heimilisins án þess að þurfa að stilla hverja tölvu. Í hinni greininni þá miðaði hún að því notandi breytti DNS þjónum í hverri tölvu.
Hér þarf sem sagt að breyta í router sem sér um að dreyfa IP tölum og stillingum á allar tölvur heimilisins. Kosturinn við þetta er að eftir endurræsingu á tækjum þá virkar Netflix, Hulu o.s.frv. á öllum tölvum og tækjum án frekari stillinga. Núna er ég búinn að prófa Netflix á Windows 7 tölvu, Windows 8 appinu, Macbook, Windows síma, iPhone síma, Android spjaldtölvu og á iPad. Allt virkar glæsilega vel og bara vonbrigði að ég sé ekki löngu búinn að setja þetta upp.
Tvennt sem ég vill koma að áður en ég byrja:
- Eins frábært og Netflix er þá svalar hún ekki þörf þeirra sem vilja horfa á Íslenskt efni og ber að hafa það í huga…
- Það eru skiptar skoðanir hvort þetta sé löglegt eða ekki og ætla ég ekki að leggja mat á það. Ég vildi allavega prófa hvort þetta væri hægt og mun vitanlega eyða þessu strax af mínum búnaði. #sönnsaga
Þessar leiðbeiningar skiptast í tvo hluta.
- Kaupa sér DNS þjónustu, t.d. hjá Flix
- Setja IP tölur í routerinn.
Ef notandi vill setja upp á staka tölvu þá er hægt að nota þessar leiðbeiningar til að fá DNS tölur hjá Flix og síðan seinni hluta í þessum leiðbeiningum.
Þessar leiðbeiningar eru birtar án allrar ábyrgðar gagnvart Smáís. FRÍSK, Netflix, símafyrirtækjum eða hverjum þeim sem langar að lögsækja mig fyrir eitthvað. Ef þú klúðrar uppsetningu á router þá er ekki við mig að sakast en ég mun reyna aðstoða eins og hægt er, ef þú biður mig fallega….
Skref eitt
Fyrst þarf að fara á heimasíðu Flix og smella á Fá Aðgang sem er einfalt ferli sem gengur út á að skrá upplýsingar um notenda. Mikilvægt atriði er að skrá IP tölu nettengingarinn sem fæst t.d. á MyIP.
Næst er greiðsluferli sem er nokkuð einfalt að fara í gegnum ásamt því að Flix er með góðar leiðbeiningar á heimasíðunni sem ættu að svara öllum spurningum sem upp geta komið.
Með þessu þá fá notendur einnig aðgang að t.d. Hulu, Xbox Music og á heimasíðu Flix er m.a. sýnt hvernig á að búa til USA App Store aðgang sem er líklega freistandi fyrir marga. Þegar þú hefur gengið frá skráningu hjá Flix þá geturðu haldið áfram en þetta ferli tók samtals um 10 mínútur hjá mér. Minnir á að gefa upp kóðan LAPPARI40 fyrir afsláttinn
Skref tvö
Núna þarftu að opna routerinn þinn og setja inn DNS tölur frá Flix en þær eru
- Primary DNS: 199.175.50.47
- Secondary DNS: 199.175.50.48 (UPPFÆRT)
Ef þú kannt þetta þá er þetta allt og sumt…
Vandamálið er að það er mjög misjafnt hvaða router fólk notar en þetta er örlítið misjafnt milli internetfyrirtækja. Ég er staddur á neti frá Símanum og miða leiðbeiningar því útfrá þeim búnaði sem ég nota, ef þig vantar leiðbeiningar með aðra routera þá getur þú prófað að setja inn fyrirspurn inn hér að neðan eða tala beint við Flix.
ATH! Mögulega getur þú hringt í símafyrirtækið þitt og beðið þá um að gera þetta fyrir þig enda ekkert óeðlilegt eða ólöglegt við að nota aðra DNS en þá sem símafyrirtækin skaffa okkur. Símafyrirtækin ættu ekki að hafa neitt útá DNS breytingar að setja
- Opnaðu nú vafran þinn og sláðu inn IP töluna á routernum (gateway tala) en hún er yfirleitt http://192.168.1.1 eða http://192.168.1.254.
Þú prófar aðra hvora þangað til þú færð upp innskráningaglugga og ég minni aftur á, ekki fikta í einhverju sem þú ert í vafa með.
User Name / Password á routera er yfirleitt misjafnt en prófaðu (admin/admin) – (admin/-tómt) – (admin/123) – (vodafone/vodafone) eða leitaðu til símafyrirtækis til að fá leyniorðið.
- Næst þarftu að opna LAN, finna DNS Server en hér er dæmi úr ZyXel router frá Símanum
Síðan þarf að vista stillingar sem er yfirleitt neðst á síðu en það stendur yfirleitt apply eða save…. þá er allt komið sem þú þarft að gera.
Núna er sniðugt að endurræsa router en það tekur um 2 mínútur. Þegar hann er kominn í gang þá er best að endurræsa tölvunum líka til þess að þær sæki sér nýjar stillingar frá router.
Endilega hafðu samband hér að néðan ef einhverjar spurningar vakna.
Nokkur atriði sem ég vill nefna
- Netflix er alltaf erlent niðurhal
- Netflix er ekki með Íslenskt efni.
Hægt er að fá sér VPN þjónustu eins og t.d. HidemyAss sem eru með einn VPN þjón á Íslandi. Það gerir það að verkum að niðurhalið verður innlent, sniðugt en þarf að setja upp á hverri tölvu fyrir sig. - Þar sem Netflix hefur ekki verið opnað á Íslandi (damn you Smáís) þá þarf að nota svona DNS þjónustur. Þetta gerir það að verkum að fyrirspurnir um DNS fer í gegnum erlenda nafnþjóna. Ekkert ólöglegt við að nota aðra DNS þjóna en svartími getur verið minni en á innlendum þjónum og ég mundi aldrei ráðleggja fyrirtækjum að gera þetta…. bara aldrei
- Þegar DNS hefur verið sett upp samkvæmt leiðbeiningum hér að ofan þá skynjar netflix heimasíðan eins og þú sér stattur í US og því getur þú fengið ókeypis prufumánuð eða kaupa áskrift en mánuðurinn er um 1000 krónur.
Þó svo að ég sé ekki stærðfræðingur þá reiknast mér til að 12 mánuðir af Netflix kosti svipað og 2 mánuður af Stöð 2 (bara Stöð 2 – ekkert annað). Á Netflix færðu líklega flest alla þætti sem þú getur fengið á Stöð 2 og Skjánum og miklu meira til, fyrir utan innlent efni vitanlega.