Heim MicrosoftWindows 8 Breyttu Windows 8.1 tölvunni þinni í Hotspot

Breyttu Windows 8.1 tölvunni þinni í Hotspot

eftir Jón Ólafsson

nordaskali

 

Hver hefur ekki lent í því að vera staddur einhversstaðar með fartölvuna tengda með snúru í internetsamband og vanta síðan þráðlaust net fyrir símtækið eða spjaldtölvuna en vita ekki leyniorðið fyrir þráðlausa netið?

Líklega enginn en ef svo er þá er einfalt að breyta fartölvunni í þráðlausann punkt fyrir þráðlaus tæki. Þá deilir þú í raun og veru nettengingunni (snúrunni) þráðlaust með öðrum.

 

Þessar leiðbeiningar miða við að notendur noti CMD (Command prompt) til að búa til sýndarnet sem er síðan deilt með öðrum og má því segja að þetta sé fyrir lengra komna.

 

  1. Opnaðu CMD með admin réttindum (start > run: CMD with admin)
    Skrifaðu þessa skipun í CMD:

    netsh wlan set hostednetwork mode=allow ssid=Lappari key=Lappari4Life

    Þú getur vitanlega breytt SSID gildinu og Key en þetta er nafnið á netinu og leyniorðið.

  2. Ræstu sýndarnetinu með eftirfarandi skipun:

    netsh wlan start hostednetwork

    (Getur líklega gert nýja flýtivísun á skjáborðið með þessari skipun til að geta með einföldu móti ræst sýndarnetið þitt.

  3. Næst er að fara í Control Panel og opna Network and Sharing Center. Þú ættir að sjá nýja sýndarnets “netkortið” skráð. Smelltu nú að “Local Area Connection” tengilinn.
  4. Smelltu nú á Properties takkann.
  5. Farðu nú að Sharing flipann og hakaðu í “Allow other network users to connect through this computer’s Internet connection” boxið.
  6. Notaðu valmöguleikann til að velja sýndarnetið sem þú varst að útbúa.
  7. Smelltu nú á OK og síðan Close til að loka.

 

Þú ættir nú að geta tengst þráðlausa netinu með símanum/spjaldtölvunni og þannig samnýtt nettenginu fartölvunar.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira