Núna áðan hófst bein útsending frá viðburði sem Microsoft stóð fyrir sem vitanlega var í beinni hér á Lappari.com. Það litla sem Microsoft gaf opinberlega fyrirfram var við eiga von á nýjum Microsoft Surface spjaldtölvur í dag.
Hér eru eldri umfjallanir okkar um Surface Pro og Surface Pro 2
Í stuttu máli var kynnt vél sem er mun öflugri en forverar sínir, með stærri skjá, fleirri kostum, betri rafhlöðu endingu og svo mætti lengi telja. Þetta er vél sem vel mögulega er hægt að sjá fyrir sér að komi í staðinn fyrir fartölvu.
Skjárinn stækkar úr 10.6″ í 12″ og styður 2160 x 1440 upplausn sem er mjög mikið miðað við skjástærð.
Vélin er mun þynnri eða aðeins 9.1 mm sem þynnsta Intel Core vél sem framleidd hefur verið.
Vélin er aðeins 800 gr og því töluvert þynnri en MacBook Air. Surface Pro 3 kemur með aflmeiri i7 örgjörva og segir Microsoft að vélin sem um(10% hraðari en Surface Pro 2. Hún er með enn betri rafhlöðu endingu en Surface Pro 2 en Microsoft talar um 15-20% bætingu, bættu síðan við USB 3.0 og Windows Pro 8.1 og þú ert kominn með heljarinn græju.
Sérstaklega verður áhugavert að prófa þessa vél í nýju doccunni sem er hægt að tengja við 4K monitor…
Myndir eru af Mashable