Eitt að því sem notendur Windows Phone símtækja hafa verið að bíða lengi eftir fyrir er skjalaskráarstjóri þar sem hægt er að skoða og vinna með skrár og/eða skjöl sem á símtækinu eru.
Það er búið að þrysta mikið á Microsoft og virðist núvera á enda því Microsoft tilkynnti fyrir skemmstu að þeir eru að vinna í slíku appi sem mun heita „File Manager app“. Skv. heimildum mun þetta app verða fáanlegt í lok þess mánaðars ef allt gengur eftir.
Microsoft gáfu ekki miklar upplýsingar um app-ið en nokkur skjáskot voru sýnd á reddit.com.
Það sem þetta app mun gera er að gefa notendum þann möguleika á að búa til skráir og færa þær til eftir þörfum. Hinsvegar hafa ýmsir forritarar verið að hanna svo kölluð „Third-party app“ eða forrit sem framleidd eru af þriðja aðila á borð við Pocket File Manager og Pocket Explorer sem hægt er að kaupa gegn vægu gjaldi.
Heimild og myndir: WPCentral