Heim Microsoft Er tölvan þín orðin hæg?

Er tölvan þín orðin hæg?

eftir Gestapenni

Nokkur ráð til að gera tölvuna hraðvirkari. Fyrsti hluti.

Það er til mikið úrval af svokölluðum hjálpar forritum á veraldar vefnum sem hjálpa þér að viðhalda tölvunni. Ég hef notast við slík forrit, en hef haft varan á hvaða forrit ég nota og les mig alltaf vel til um forritin áður en ég hleð þeim niður og set þau upp, því sum af þessum hjálpar forritum eru gerð til að blekkja fólk og innihalda vírusa og jafnvel hægja á tölvunni.

Í þessari grein ætla ég að fjalla um nokkur örugg forrit sem ég hef notast við.

 

TuneUp Utilities er hjálparforrit sem ætlað er fyrir Windows stýrikerfi. Þetta einstaka forrit er hannað til að viðhalda tölvunni, leita eftir villum og lagfæra, fínpussar tölvuna og hreinsa úr henni óþarfa rusl. Þegar forritið hefur verið sett upp mun það leiða þig í gegnum nokkrar stuttar spurningar um hvernig tölvan er notuð. Forritið mun svo ráðleggja þér hvaða stillingar henta best þinni tölvu út frá þínum svörum.
Í nýrri og betur bættri útgáfu hefur verið bætt við fítus sem kallast Remove Duplicate files. Þessi fítus leitar eftir svokölluðum klónuðum skrám. Klónaðar skrár eru til dæmis afrit af skrám eða möppum sem hafa myndast þegar skráin var búin til. Ég ráðlegg öllum að fara vel yfir öll afritin áður en þeim er eytt, vegna þess að þessi afrit gætu verið nauðsynleg til viðhalds á stýrikerfinu. Til dæmis Googlaðu nafnið á skránni áður en henni er eytt það er mjög góð þumalputta regla. TuneUp er forrit sem allir borðtölvu notendur ættu að eiga. TuneUp er hinsvegar ekki frítt en það er hægt að ná í forritið og prufa það í 15 daga. Ég ráðlegg fólki tvímælalaust að kaupa vöruna.

Glary Utilities er forrit með svipaða fítusa og TuneUp. Hreinsar rusl úr tölvunni, finnur villur og lagfærir og viðheldur tölvunni. Glary Utilites hefur þó nokkra fítusa fram yfir TuneUp. Fítusar eins og að fínstilla minnið, fundið tómar möppur og eytt þeim, finnur spyware og eyðir þeim. Glary Utilties hefur fítus sem kallast Wipe Free Space. Margir notendur eru sannfærðir um að þegar þeir eyða skjali eða skrá úr tölvunni, gufi það hreinlega upp í loftið. Þegar notandi eyðir skrá, þá er henni í raun ekki eydd. Eyddar skrár eru sendar í rusl möppu (Recycle Bin). Jafnvel þótt að rusl mappan sé tæmd þýðir það ekki að skráin sé horfin. Þetta á við um skrá, skjal,forrit, kvikmyndir, myndir og tónlist. Hægt er að endurheimta allt þetta aftur með tilteknum forritum, en ég ætla ekki að fara nánar í það hér. Hér kemur Wipe free Space inní. Þessi fítus mun tortíma öllu sem hefur nú þegar verið eytt. Og sjá til þess að það er ekki hægt að endurheimta það aftur. Glary Utilities er mestmegnis frítt forrit en hægt er að opna fleiri möguleika ef keypt er faglegri útgáfu. Ég mæli með að fólk noti Advanced System Care samhliða Glary Utilities. Advanced System Care hefur svipaða eiginleika og TuneUp og Glary Utilties.

Autoruns þetta litla forrit birtir yfirlit yfir öll þau forrit sem tölvan þín kveikir á þegar hún ræsir sig. Tölvan þín kveikir á nauðsynlegum og ónauðsynlegum forritum við ræsingu og það getur valdið því að hún verði hægari í ræsingu. Þarna er oft gott að nota Autoruns til að birta yfirlit yfir þau forrit sem tölvan þín kveikir á sjálfkrafa. En hafðu varan á hvaða forritum þú slekkur  á, vegna þess að sumt af þessum forritum eru nauðsynleg fyrir keyrslu á stýrikerfinu þannig að aldrei undir nokkrum kringumstæðum slökkva á forritum sem eru frá Microsoft Corporation nema að þú vitir í hvaða tilgangi þau gegna.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira