Það er búið að fjalla mikið um að ótakmörkuð símtöl og SMS sem viðskiptavinum Símans, Vodafone og nú Nova stendur til boða. Mér fannst samt vera þörf á því að taka verðin saman til að einfalda notendum að átta sig á hvaða leið/fyrirtæki henti þeim best. Það er misjafnlega mikið flækjustig hjá símafyrirtækjunum, hjá Vodafone fylgir mikið af ókeypis hugbúnaði sem á líklega að auka virði notenda en ég ætla ekki að leggja mat á það hér..
Viðbót: Umfjöllun og misskilningur
Fyrirtækin bjóða sem sagt uppá á sömu lausn varðandi símtöl og SMS og því ákvað ég að taka þetta saman útfrá gagnamagni vs verði og hvað viðbótar gagnamagn kostar. Þannig er hægt að áætla hvar snjallsíma notandi fær besta verðið miðað við gagnaþörf.
Hér má sjá gangmagnið lengst til vinstri og síðan uppgefinn verð (02.04.2014).
Nova | Síminn | Vodafone | Tal | Alterna ** | |
Án Internets | 4.990 | ||||
250 MB | 5.990 | ||||
500 MB | 5.680 | 5.990 | 5.990 | 6.780 * | |
750 MB | 6.980 * | ||||
1 GB | 6.180 | 6.990 | 7.280 * | 4.990 | |
2.5 GB | 8.990 | ||||
3 GB | 8.990 | 9.180 * | 7.990 ** | ||
5 GB | 6.980 | 10.990 | |||
10 GB | 7.980 | ||||
15 GB | 8.980 |
* Tal er með eina áskriftarleið með 250 MB innfalið og síðan nokkrar útfærslur af viðbótar gagnamagni, ég bætti þessum viðbótum við grunnverðið til að einfalda samanburð.
** Alterna er með eina áskriftarleið með 1 GB innifalið og bætti ég við 2 GB við áskriftina til að fá frekari samanburð.
Ef notandi einhverra þessara leiða notar meira gagnamagn en er í viðkomandi áskrift þá er hægt að kaupa viðbótar gagnamagn og er hér verðið uppreiknað miðað við 1 GB.
Nova | Síminn | Vodafone | Tal | Alterna | |
1 GB | 1.190 * | 1.490 | 1.380 ** | 1.290 | 1.500 |
* Nova virðist ekki selja auka gagnamagn en pakkarnir þeirra eru mjög stórir á móti, ég reiknaði verð á 1 GB gagnamagni með því að draga verð á 1 GB leiðinni frá leiðinni sem er án gagnamagns hér að ofan.
** Vodafone býður uppá 500 MB viðbótarmagn á 690 kr
Til viðbótar þurfa notendur að bera saman hluti eins og 4G, útbreiðslu á því svæði sem þú er mest á eða finna hvaða þjónustu þú treystir mest á og finna út hver sinnir því best.
Heimildir
Vodafone – Síminn – Nova – Alterna