Ég reiknaði nú ekki með því að fjalla um lífstílarmbönd (Wearble fitness wristband) hér á Lappari.com enda meiri kyrrsetumaður en eitthvað annað. Það hafa líklega einhverjir séð Fitbit Flex á myndum hér á Lappari.com og eftir að hafa fengið nokkrar fyrirspurnir þá ákvað ég að láta reyna á það.
Fyrirfram var ég búinn að ákveða að fá mér Fitbit Force sem er þá líka með klukku líka en eftir að ég las um vandræði sem notendur Fitbit hafa verið að lenda í þá ákvað ég að fá mér Fitbit Flex.
Þeir sem vita ekki hvað Fitbit Flex er þá er þetta armband sem notandi hefur á sér og skráir það niður fjarlægðir, skrefafjölda og áætlar brenndar kaloríur yfir daginn svo eitthvað sé nefnt. Fitbit Flex fylgist jafnframt með því hvenær og hvernig notandi sefur og getur vakið viðkomandi með því að víbra og þannig án þess að vekja aðra.
Það eru nokkrir aðilar að selja þetta hérlendis eins og t.d. Nýherji, Apple búðin,
Hér má sjá kynningarmyndband frá Fitbit
Uppsetning
Með í pakkanum fylgja tvær gúmíólar sem eru misstórar þannig að handstórir sem litlir ættu að geta stillt það fyrir sig. Einnig er sjálf Fitbit græjan sem fer inn í viðkomandi gúmíól. Síðan fylgir með USB hleðslutæki fyrir Fitbit en rafhlaðan endist í 5-7 daga en til að hlaða þá er Fitbit tekið úr armbandinu og stungið í þetta hleðslutæki. Einnig fylgir með lítill USB bluetooth dongull sem sér um samskipti milli tölvu og Fitbit
Þetta kemur í pakkanum
- Tvö misstór armbönd (140-176mm lengd og síðan 161-209mm lengd og er breiddin 13.99mm)
- Fitbit
- USB hleðslutæki
- Bluetooth dongull
Uppsetning er mjög einföld en notendur fara á uppsetningarsíðu Fitbit og velja hugbúnað í stíl við Fitbit tækið sem þeir nota. Þessi hugbúnaður er síðan settur upp á tölvunni sem samstillir sig við notendan en í fyrstu uppsetningu býr notandi til aðgang að sínu viðmóti á Fitbit.com.
Þeir sem eru með Windows RT, 8 eða 10 geta líka notað universal appið sem er stórgott en hér er tengill í það.
Dagleg notkun og hleðsla
Ég er búinn að vera með Fitbit Flex nokkrar vikur og er mjög ánægður með tækið og ekki frá því að það hvetji mig til að hreyfa mig meira en ég gerði áður. Í vefviðmótinu setti ég mér markmið um skrefafjölda á dag og hætti ég ekki fyrr en Fitbit vibrar á hendinni á mér sem gefur til kynna að markmiðinu hafi verið náð. Það er hægt að leika sér með þessi markmið fram og til baka hvort sem það er skrefafjöldi eða kaloríu fjöldi sem ég vill brenna og ætti allir að geta sett sér raunhæf markmið.
Fitbit er með fimm led ljósum sem gefa til kynna hvaða áfanga notandi var að ná og virkar einnig sem gaumljós þegar samstilling er ræst eða svefn viðmót er ræst. Það er hægt að tvísmella á græjuna hvenær sem er til að sjá hversu mögum markmiðum (af þeim 5 sem ég set mér) ég hef náð en það er oft niðurdrepandi að fara að sofa og sjá að ég hef bara náð einu af fimm en það er önnur saga.
Fitbit er hægt að fá í nokkrum litum og helsti kosturinn við það er að ég gleymdi oft sem dögum skipti að ég væri með það á mér en þannig vill ég að lífstílstæki virki.
Stæðsti gallinn við Fitbit er að notendur þurfa að taka sjálft Fitbit tækið úr armbandinu til að setja það í USB hleðslugræjuna. Síðan þegar tækið er fullhlaðið þá þarf að færa það aftur í armbandið og setja það á sig. Þetta er þreytandi en löng rafhlöðuending gerir það að verkum að þetta er svo sem ekki mikill höfuðverkur.
Þeir sem eru duglegir geta skráð miklu mun meira inn í snjalltækja forritinn eða vefviðmótið eins og matarvenjur o.s.frv.
Samstilling
Það eru flestir sem eru með USB Bluetooth dongule í einni tölvu og samstilla síðan við hana reglulega en ég hef vanið mig á að gera þetta á 3-4 daga fresti og hlaða síðan græjuna í nokkra tíma eftir það. Notendur ráða þessu vitanlega því það eru margar aðferðir færar en þægilegast er að gera þetta í beint úr símtækinu og nota síðan vafra í tölvu til að skoða tölfræði og breyta/bæta við markmiðum.
Notendur stilla sem sagt Fitbit tækið í gegnum vefviðmót Fitbit og samstilla síðan með tölvu eða snjalltæki (sjá hér að neðan)
Fitbit er með hljóða vekjaraklukku (silent alarm) sem ég nota daglega en hún er stillt í vefviðmóti og eftir samstillingu við Fitbit þá er hún virk. Vekjara klukkan virkar mjög vel en í Fitbit er mjög öflugur titrari sem vekur notendur hraustlega án þess að vekja aðra á heimilinu, frúin er mjög ánægð með þennan fídus.
Samstilling og snjalltæki
Fitbit er með snjallsímaforrit fyrir Windows Phone, iPhone og Android.
Svefnviðmót
Þetta er virkni sem ég hafði hvað mestan áhuga á en sem tölvukall sem er á vaktinni 24/7 þá líð ég mikið fyrir óreglulegan svefn og vill fylgjast betur með hvernig ég sef. Þegar ég fer að sofa þá smelli ég ýtrekað á Fitbit í 2 sekúndur (þangað til tækið víbrar) og þá er svefnviðmót virkt. Það er samt klaufalegt að ég þarf að afvirkja svefnviðmót handvirkt með því að smella ítrekað á Fitbit aftur en þetta ætti vitanlega að detta út þegar ég byrja að labba eða bara þegar ég slekk á vekjaranum en gerir það ekki, klaufalegt en verður vonandi lagað.
Tækið fylgist með hvenær ég sofna og vakna og metur gæði svefnsins meðan ég sef. Ég hef t.d. verið að gera tilraunir með kaffidrykkju á kvöldin en ég hef alltaf haldið því fram að ég sef jafnvel þó að ég drekki kaffi rétt fyrir svefninni eða ekki. Ég sofna kannski strax en Fitbit hefur sýnt mér að gæði svefnsins er ekki jafngóð ef mikið er drukkið af kaffi en það er önnur saga.
Þegar ég samstilli Fitbit með tölvu eða snjalltæki þá kemur tölfærðin í ljós og mæli ég með að notendur kynni sér hana betur til að fínstilla markmiðin sem notendur setja sér.
Niðurstaða
Sniðugt og gott tæki sem getur mögulega fengið kyrrsetu menn til að hreifa sig meira eins og í mínu tilfelli ásamt því að vera gott tól fyrir þá sem stunda líkamsrækt og/eða íþróttir.
Ég vill samt sjá þessi tæki gera eitthvað meira fyrir notendur en bara mæla skref og mér finnst vanta vilja/getu til að nota þessi gögn til að hjálpa notendum meira. Koma með tillögu að stuttum göngutúr þegar notandi hefur setið lengi eða ef notandi er vakandi um nótt á sunnudögum að benda honum á að fara að sofa þar sem tækið veit að hann vaknar alltaf klukkan 06:30 á mánudögum.
Þetta er frábært tæki sem nýtist vel við það sem það á að gera en ég vill sjá framleiðendur taka þessar upplýsingar og búa til eitthvað virði fyrir notendur. Tækni sem slík er ekkert merkileg ef hún léttir mér ekki lífið.