Heim MicrosoftWindows ServerExchange Whitelist í Exchange 2013

Whitelist í Exchange 2013

eftir Jón Ólafsson

Kerfisstjórar nota oft Whitelist á póstþjónum en lén eða sendendur sem eru á honum sleppa beint í gegnum ruslpóstsíur sem ég fjallaði um í síðustu viku. Oftast setja kerfisstjórar þekkta viðskiptavinir eða mikilvæga tengiliði á þessa lista til þess að tryggja að allt berist frá þeim tafarlaust.

Það er einfald að stýra þessu á Exchange 2013 en það er í raun sama fyrirkomulag og á Exchange 2007 og 2010, við notum Exchange 2013 Powershell (EMS).

 

Þegar EMS hefur verið opnað er þessi skipun keyrð til að Whitelist´a einn sendanda

Set-ContentFilterConfig -BypassedSenders [email protected]

 

Til að opna á alla á viðkomandi léni er þessi skipun keyrð

Set-ContentFilterConfig -BypassedSenderDomains LEN.IS

Þessi skipun leyfir sem sagt allann póst frá léninu “LEN.IS” óháð efni og viðhengjum.

 

Til að leyfa mörg lén í einni skipun þá er þessi skipun keyrð en þú getur whitelist´að eins mörg lén og þú vilt.

Set-ContentFilterConfig -BypassedSenderDomains LEN1.IS, LEN2.IS, LEN3.IS

 

Til að sjá hvaða lén eru á Whitelist í dag þá er þessi skipun keyrð.

get-ContentFilterConfig

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira