Heim ÝmislegtFréttir Stórsnjallar lausnir á Akureyri – Fréttatilkynning

Stórsnjallar lausnir á Akureyri – Fréttatilkynning

eftir Jón Ólafsson

 

 

Ég fékk þessa fréttatilkynningu í tölvupósti og vildi endilega deila þessu með ykkur – vonandi sé ég sem flesta þarna.

——————–

 

Ekki missa af einum stærsta UT-viðburði ársins

Verður haldin þann 3. apríl, frá kl. 14:00 – 16:00 í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri. Á ráðstefnunni verður allt um upplýsingatækni; frá öryggislausnum, snjalllausnum til lífsstílstækni og allt þar á milli. Við sláum svo botn í dagskrána með ekta norðlenskum veitingum.

Ókeypis er á ráðstefnuna en nauðsynlegt er að skrá sig.

 

Meðal umfjöllunarefnis:

  • Öryggismál
  • BYOD stefna fyrirtækja
  • Umhverfisvænni prentlausnir
  • Afhverju sýndarútstöðvar?
  • Windows 8.1

 

BYOD – Starfsfólk fjölda fyrirtækja fær að velja eigin tölvubúnað

Rúmlega þriðjungur fyrirtækja mun á næstu tveimur árum veita starfsfólki sínu frelsi til að velja eigin tölvu- og símbúnað til vinnu í stað staðlaðs búnaðar eins og venja hefur verið í flestum fyrirtækjum. Fjallað verður um þessa þróun á ráðstefnu Nýherja, sem verður haldin á Akueyri.

Snæbjörn Ingólfsson, lausnasérfræðingur hjá Nýherja, segir að nú streymi á vinnumarkað starfsfólk sem margt geri kröfu til þess að velja eigin tölvubúnað og snjalltæki til vinnu, í stað þess að fá úthlutað tilteknu tæki. „Greiningafyrirtækið Gartner gerir ráð fyrir að 38% fyrirtækja muni hætta að afhenda starfsfólki staðlaðan búnað til vinnu árið 2016, en þetta á einkum við fyrirtæki í Bandaríkjunum. Þess í stað getur fólk valið þann búnað sem það kýs sér. Það er í takt við aukna vitund fólks gagnvart vörumerkjum og að tækni er orðin meiri hluti af lífsstíl fólks en áður.“

Snæbjörn segir að þessar breytingar feli í sér að sífellt fleiri fyrirtæki hafa innleitt svokallaða „Bring Your Own Device-stefnu“ (BYOD) til þess að koma til móts við þarfir starfsfólks. „Það er hins vegar ekki nóg að innleiða stefnu að þessu tagi. Öryggismál þurfa að vera í forgrunni. Komið hefur í ljós samkvæmt erlendum könnunum að þó að fyrirtæki innleiði BYOD stefnu hafi mörg þeirra ekki hugað að örygginu,“ segir Snæbjörn og bendir á að mörgum tilvikum séu tæki starfsfólk ekki skönnuð fyrir óværum né sé dulkóðun fyrir hendi.

Ráðstefna Nýherja, fer fram í Hofi á Akureyri 3. apríl, en þar verður fjallað um allt sem snýr að upplýsingatækni; öryggislausnir, umhverfisvænni prentun, útstöðvar og Windows 8.1.

Frekari upplýsingar og dagskrá

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira