Heim MicrosoftWindows 8 Ókeypis leiðsöguforrit fyrir Windows 8.1

Ókeypis leiðsöguforrit fyrir Windows 8.1

eftir Jón Ólafsson

Nokia eru flestum vel þekktir fyrir símaframleiðslu en þeir hafa lengi verið leiðandi við framleiðslu á hugbúnaði líka. Notendur Windows Phone síma þekkja Here leiðsöguforritin vel. Þessi lausn bíður uppá ókeypis leiðsöguforrit á Íslensku og það sem meira er mjög nákvæm og góð kort fyrir okkar litla Ísland.

Nokia Maps fyrir Windows 8.1 er nýtt forrit en það kom fyrst út þegar Nokia kynnti Lumia 2520 spjaldtölvuna sína. Fyrst var Here Maps eingöngu á Lumia 2520 en núna hefur veirð opnað fyrir aðgang, forrit er ókeypis fyrir alla sem eru með Windows 8.1.

 

Hér má sjá yfirleitsmynd

1

 

Hér er ég staddur í Reykjavík og vel Top Places en hægt er að sía niður á veitingastaði, verslanir eða gistihús svo eitthvað sé nefnt.

4

 

Stór kostur finnst mér að söfnin sem ég átti fyrir á Windows Phone símanum mínum samstilltust yfir í þetta forrit um leið og ég innskráði mig með Nokia notendandum mínum. Gríðarlegur kostur ef verið er að skipuleggja ferðalag eða til að rifja upp staði sem heimsóttir hafa verið.

3

 

Þetta forrit er ókeypis og hægt að sækja hér og það virkar á öllum venjulegum Windows 8.1 vélum (x86) ásamt því að virka á Windows RT (ARM)

Sumir hafa bent á að forritið sjáist ekki í Windows Store en það er líklega bara vegna þess að það tekur tíma að samstillast á öll lönd og Ísland er mögulega ekki ofarlega á forgangslistanum. Ef þú vilt sjá það strax þá getur þú breyta landsvæði (region) tölvunar í t.d. United Kingdom en þetta er sýnt í þessari færslu.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira