Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Katrín Atladóttir

Föstudagsviðtalið – Katrín Atladóttir

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 34 í röðinni. Hugmyndin er að taka viðtal við “venjulegt fólk”,  harða nörda sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér og hvað þeir eru að bralla. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur..

 

Viðmælandi okkar að þessu sinni er Katrín Atladóttir sem mundi lítillega flokkast sem “Internet Legend” á Íslenskan mælikvarða. Ég ramblaði allavega oft inn á heimasíðuna hennar á netvafri þegar hún var sem duglegust að blogga en það kannast mögulega margir við 2007 útgáfuna af blogginu hennar.

Hún er ein sú fyrsta sem ég byrjaði að fylgjast með á Twitter enda dugleg að taka þátt í umræðu þar ásamt því að deila því sem hún er að fást við. Hún vinnur sem forritari hjá CCP og tístar þar undir CCP_Punkturis. 

Yfir til þín Katrín Punkturis…

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Katrín Atladóttir, 33 ára forritari sem finnst fátt meira frelsandi en góð útivera. Eyði mínum frístundum helst í að ferðast um landið með manni og barni og í að renna mér á snjóbretti eða fjallahjóla.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Ég er forritari hjá CCP með áherslu á viðmótsforritun. Síðasta ár fór að mestu í fæðingarorlof hjá mér en ég er nýmætt aftur til vinnu við að gera fína og nytsamlega hluti í EVE Online. Ég hef verið hjá CCP síðan 2009.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Ég mæti til vinnu, fæ mér morgunmat og skoða tölvupóstinn. Það fer svolítið eftir tíma ársins hvernig dagurinn fer, núna erum við til dæmis á fullu að klára point release og að plana fyrir næstu útgáfu þannig það eru svolítið margir fundir í bland við klára þau verkefni sem liggja fyrir. Stærsti hluti dagsins fer auðvitað í að forrita. Mottó CCP er “Work hard, play hard”, þannig það er alltaf gaman líka.

 

Hversu langt er í bleikt EVE UI theme? (spurning frá starfsmanni CCP)

EVE Online er ekki Hello Kitty in space þannig það er sennilega mjög langt í það (pro tip samt, það er hægt að gera bleikt UI með því að fikta í sliderunum í General Settings)

 

Lífsmottó?

Get rich or die trying, djók..
Work hard, play hard, er það ekki bara nokkuð gott mottó?

 

Wham eða Duran Duran?

ha Biggie eða 2pac? hef alltaf verið meiri Biggie manneskja

 

Er enn skotinn í Justin Bieber?

Justin Bieber datt pínu af stallinum með Believe en hann er að klifra aftur upp með nýja stöffinu sínu, er alveg að fíla það!

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows, heima nota ég bara apple dót.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

iPhone 5

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Hann tekur fínar myndir, viðmótið er gott, fer vel í vasa og er fínn og fallegur. Mér finnst gaman að eiga og leika með fallega hluti.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Það er ekkert augljóst shortcut beint í vekjaraklukkuna

 

Í hvað notar þú símann mest?

  1. taka myndir
  2. facebook
  3. instagram
  4. twitter
  5. internet hangs

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Old school Nokia 6110 

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

iphone 5S, 64GB (mikilvægt) 

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

æi ég er voða lítið í því ef ég á að segja eins og er 

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Mér finnst þessar hugmyndir um að breyta klukkunni á Íslandi algjört rugl. Ég vil nýta dagsbirtuna í að leika mér eftir vinnu, frekar en að sóa henni á morgnanna meðan ég er í vinnunni.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira