Heim Föstudagsviðtalið Föstudagsviðtalið – Hjörvar Hafliðason

Föstudagsviðtalið – Hjörvar Hafliðason

eftir Jón Ólafsson

Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 33 í röðinni. Venjulega er viðtalið tekið við harða nörda sem sviðsljósið skín sjaldan á sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum en núna eins og stundum áður bregðum við lítillega út af vananum með því að taka viðtal við einstakling sem tengist þessu fagi lítið sem ekkert.

Við höfum svo sem breytt útaf vananum áður með því að fá stór nöfn í viðtal hjá okkur, eins og þegar Gummi Ben, ÞorbjörnÞossiDoddi litliAlda Sigmunds og Margrét Gústavsdóttir komu í viðtal. Viðmælandi okkar að þessu sinni er vel þekktur þeim sem hafa fylgst með íþróttum og er sannarlega einn af okkar mestu spekingum um þessi málefni og hann er sá án efa sem hefur lagt mér til faglegustu myndina til að nota með viðtalinu.

Síðan Gummi kom í viðtal þá hefur samt eitthvað vantað uppá í þessi viðtöl og ég fattaði ekki hvað það var fyrr en ég talaði við Hjörvar. Að taka viðtal við Gumma Ben og sleppa Hjörvari Hafliða er eins og að taka viðtal við Halla og sleppa Ladda…. það bara gengur ekki.

 

Yfir til þín Hjörvar… take it away.

 

Hver ert þú og hvaðan ertu?

Ég er Hjörvar. 33 ára Kópavogsbúi sem hef búið í öllum póstföngum bæjarins. Ég er Kópavogsbúi en fjölskyldan er öll frá Húsavík og því svæði. Ég á einn strák sem heitir Henrik sem verður 7 ára í haust.

 

Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?

Spilaði fótbolta til 27 ára aldurs í marki með HK,Val, KR(á bekknum) og Breiðabliki en ónýt hnét gerðu það að verkum að ég hætti snemma. Vann sem blaðamaður á Morgunblaðinu, DV og Fréttablaðinu á árunum 2003-2006. Starfaði í 6 ár hjá íslenskum getraunum sem stuðlastjóri. Hef unnið í sjónvarpi on og off síðan 20002. Fyrst á Sýn, svo Rúv og svo Stöð 2 Sport. Þá hef einnig verið í útvarpi, unnið í Byko, sendill bara nefndu það. Ég á að baki þrjár skemmtilegar annir í stjórnmálafræði. Núna er ég í Íþróttafræði í HR og hef lofað sjálfum mér að klára það nám. En er þó í námshléi núna vegna þess að ég hóf störf sem dagskrarstjori íþrótta hér á 365 miðlum.

 

Hvernig er venulegur dagur hjá þér?

Mæti í vinnuna kringum 9. Og svo fara hlutirnir að gerast, engir tveir dagar eru eins. Ef ég get þá fer ég úr húsi í hádeginu til að borða. Það brýtur upp daginn. Svo er ég í vinnunni til sex á daginn og þá fer maður kannski í ræktina. En mér finnst dagarnir spennandi og skemmtilegir. Þó þeir hljómi óhemju leiðinlegir og alltof venjulegir.

 

Lífsmottó?

Reyna haga mér eins og maður svo strákurinn þurfi ekki að skammast sín fyrir pabba sinn. En að öllu gamni slepptu hef ég aldrei átt neitt mottó nema ég reyni að koma eins fram við alla.

 

Wham eða Duran Duran?

Ég á systkyni sem eru fædd 68,74 og 75 og varð því mjög var við þetta sem mjög lítill krakki. Ég er mjög hrifinn af Duran Duran og finnst meira að segja mikið af því efni sem kom út eftir að mesta æðinu lauk mjög gott. Come undone sem kom eftir Duran Duran æðið er gott. Og svo lag sem heitir falling down sem Duran gerði með Justin Timberland og Timberlake finnst mér óhemju gott en ég er reyndar ekki með merkilegan tónlistarsmekk segir fólk sem þekkir vel til tónlistar.

 

Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?

Windows. Er með Mac fartölvu en lét setja windows í hana. Gat ekki hitt dæmið.

 

Hvernig síma ertu með í dag?

Samsung Galaxy 4. Með ljótu grænu coveri. Síminn er minn lífsförunautur.

 

Hver er helsti kostur við símann þinn?

Ég fékk fyrsta Galaxy símann 2010 og helsti kosturinn er sá að ég kann allt á hann. Finnst eins og Samsung ætti að fara gera eitthvað fyrir mig.

 

Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?

Ekkert sem mér dettur í hug. Nema hann mætti vera stærri.

 

Í hvað notar þú símann mest? (top 5 listinn)

  1. Hringja – ég hringi asnalega mikið.
  2. WattsApp. SMS forrit sem ég nota aðalega til að tala við útlendinga eða Íslendinga erlendis. Hefur af einhverjum ástæðum ekki náð fótfestu hérna.
  3. LiveScore Addict – Hvernig er staðan í öllum leikjum.
  4. OZ-ið Þetta app er það besta sem gerst hefur síðan Textavarpið var fundið upp.
  5. Twitter. Nota twitter mikið til að sækja fréttir.

 

Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?

Bang og Olufsen sem pabbi átti. Þungur sími sem var nákvæmlega eins og fyrstu Ericson símarnir. Svo var ég fyrstur í MK til að mæta með Nokia 6110. Þá voru allir hinir með 5110. Það var góð tilfinning.

 

Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?

Ég var með Samsung Galaxy Note og elskaði það. Fékk mér nýjan síma í haust og þá Note 3 ekki kominn. Ég sakna þess að vera ekki með alvöru skjá.

 

Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?

Ég veit ekki afhverju en ég kíki reglulega á GSMarena.com og ég elska að lesa um einhverja nýja tækni. Hef mikla ástríðu fyrir sjónvörpum. Held ég gæti selt óhemju mikið af þeim.

 

Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?

Stór skjár er framtíðin. Ekki reyna verjast þeirri þróun. Því stærri skjár því meiri lífsgæði.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira