Heim Ýmislegt Vodafone á hálum ís?

Vodafone á hálum ís?

eftir Jón Ólafsson

Uppfærsla neðst

 

Mig langar aðeins að taka á einu máli sem ég hef fylgst með á vaktinni síðustu daga sem varðar Vodafone og innheimtu og skilgreiningu fyrirtækisins á niðurhali hjá notendum sínum.

Eins og flestir vita þá hefur hefðin verið hérlendis að allt innlent niðurhal er gjaldfrjálst og internet þjónustuveitur eins og Síminn, Vodafone, Tal o.s.frv. innheimta fyrir erlent niðurhal. Eins og það er nú gagnrýnt reglulega að innheimta fyrir erlent niðurhal þá skil ég svo sem afhverju það er gert. Internetveitur þurfa að borga Farice fyrir hvert MB sem fer um sæstrenginn (milli Íslands og útlandsins) og vitanlega þurfa þeir að fá tekjur á móti því. Ef það yrði ekki innheimt fyrir erlent niðurhal þá geri ég ráð fyrir að tengigjaldið (fastagjald) væri mun hærra á móti eins og þekkt er erlendis.

Mál Vodafone snýst að því að þeir virðast hafa breytt högun á innheimtu fyrir erlent niðurhali á þann veg að hækkun til notenda virðist vera umtalsverð. Án þess að fara út í smáatriði þá eru t.d. IP tölukippa 193.4.0.0/16 hjá Vodafone og þar eru t.d. innlendir speglar fyrir erlendar þjónustur eins og t.d. Youtube sem veldur því að mun minni hluti af Youtube þarf að fara yfir Farice sem þýðir lægri kostnaður fyrir Vodafone. Það er hægt að sjá mörg dæmi hjá notendum á vaktinni þar sem þeir rekja hinar ýmsu þjónustur á innlenda þjóna Vodafone en þeir eru samt rukkaðir eins og umferð sé erlend.

 

dv.is hefur fjallað um málið og Hrannar almannatengll fyrirtækisins segir meðal annars þetta um málið

„Þegar notandi sækir efni inn á YouTube er í sjálfu sér ekki ljóst hvert fyrirspurnin hans fer. Að sama skapi er óvíst hvort hún fer á endanum í gegnum vefþjón sem þessir aðilar reka hér á landi eða annars staðar. Allt að einu, þá er efnið sannarlega erlent og Vodafone ber kostnað af hverri uppflettingu sinna viðskiptavina – hvort sem efnið er vistað á vefþjóni sem þjónustuaðili YouTube rekur hér á landi eða í Kuala Lumpur svo eitthvað dæmi sé nefnt.””

 

Þetta er sannarlega frábær þjónusta og til þess fallinn að hraða niðurhal (buffer) á Youtube myndböndum og spara kostnað en það er tvennt við þessa athugasemd Hrannars sem heldur ekki vatni. 

  1. Þetta er sannarlega innlend umferð (af speglinum) og því óskyljanlegt með öllu að innheimta fyrir eins og þetta sé allt erlent niðurhal. Hvað gerist ef ég hlusta á sama Justin Bieber myndbandið 10 sinnum í sama mánuðnum?
    Mjög líklega hleður Vodafone því niður einu sinni og rukkar mig um 10 fallt gagnamagn fyrir myndbandið.
  2. Samkvæmt skilmálum Vodafone og annars innlendra internetveita þá er öll innlend umferð ókeypis og það er ekki hægt að segja annað en umferð sem kemur af netþjónum Vodafone á 193.4.0.0/16 netinu sé innlend umferð. Þetta er því í mínum huga klárt brot á þjónustuskilmálum fyrirtækisins.

 

Fyrirtækið virðast ekki átta sig á því að með einfaldri skipun (e. tracert) er hægt að sjá IP tölu hopp á viðkomandi léni/IP tölu og þannig rekja uppruna umferðarinnar og hvernig hún hóppar milli netþjóna. Án þess að hafa fengið það staðfest fyrir þennan pistill þá veit ég að Síminn (mögulega aðrar veitur) spegla sumt erlent efni á þennan hátt en þeir hafa aldrei innheimt það sem notendur sækja innanlands sem erlenda umferð svo ég viti til.

Mögulega er kominn meiri hagnaðarkrafa eftir að fyrirtækið fór á hlutabréfamarkað en hver sem ástæðan er fyrir þessum breytingum þá hef ég heyrt frá mörgum ósáttum Vodafone notendum sem hafa verið að lenda í því að innifalið gagnamagn sem hafi dugað þeim í marga mánuði/ár sé allt í einu hætt að duga.

 

Uppfærsla 1:   Vodafone voru að tilkynna um fyrirhugaða stækkun á inniföldu erlendu gagnamagni og er það mögulega mótsvar fyrirtækisins við gagnrýni vegna þessa máls. Hver svo sem ástæðan er þá er þetta gott skref og til þess fallið að flestir ættu að haldast innan marka nú sem áður.

 

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira