Heim Umfjöllun Windows Phone 8

Windows Phone 8

eftir Jón Ólafsson

Lapparinn hefur fjallað um ansi marga Windows Phone síma síðustu mánuði og óhjákvæmilega eru oft á tíðum töluverðar endurtekningar í þessum umfjöllunum þegar kostir og gallar Windows Phone eru taldir upp. Því var ákveðið að taka þetta saman í þessa (og fleiri) færslu og nota síðan næstu daga í að grisja umfjallanir og gera þær auðlesnari.

Ég var fyrirfram nokkuð spenntur fyrir að prófa Windows Phone 8 eftir jákvæða reynslu af Windows 8.

Hér er ágæt myndband sem sýnir helstu kosti Windows Phone 8:

[embedvideo id=”_tn6P2AKa6w” website=”youtube”]

 

 

Uppsetning

Uppsetning á nýjum Windows Phone síma er með einfaldasta móti eins og sjá má í þessari færslu. Þetta eru í raun og veru bara 9-10 einföld skref sem lýsa sér að mestu leiti sjálf en ég vill benda notendum á kosti þess að setja upp Microsoft-aðgang strax í upphafi.

Með Microsoft-aðgangi samstillir síminn sig við við SkyDrive sem er skýjalausn Microsoft en þetta ský getur notandi t.d. notað til þess að taka afrit af símanum sjálfum eða af ljósmyndum og myndböndum. Allir notendur fá sjálfkrafa ókeypis 7GB í skýinu en einfalt er að kaupa sér meira SkyDrive geymslupláss. Ef notandi notar sama Microsoft notenda á Windows 8 tölvu þá samstilla gögn, myndir og myndbönd sig sjálfkrafa við tölvuna.


 

Heimaskjár og læsiskjár

Hugsunin á bakvið nýja heimaskjáinn er sú sama í Windows Phone 8 og Windows 8. Notandinn festir virka reiti (Live Tiles) á heimaskjáinn (með „pin to start“) en þetta eykur aðgengi að forritum og upplýsingum sem hann notar mest.

SamsungAtivS

Reitirnir geta sýnt stöðuuppfærslur af Facebook, næsta dagbókaratriði, fréttir frá Morgunblaðinu, tengiliði og forrit svo eitthvað sé nefnt, möguleikarnir eru margir og einfalt að sníða að þörfum hvers og eins. Það sem helst einkennir nýju Windows 8 kerfin (síma, spjald-, borð- og fartölvu) er að þegar notandi hefur stillt heimaskjáinn þá verður umhverfið sérsniðið að honum og hans áhugamálum. Eftir að hafa prófað þessa framsetningu á heimaskjánum þá verð ég að segja að heimaskjár Android og iOS verður óspennandi og símarnir ópersónulegir og leiðinlegir.

Hér sést ágætlega hvernig virkir reitir virka:

 

 

Eftir nokkra Android síma í röð þá veit ég vel að hægt er að breyta Android gríðarlega mikið (t.d. með widgets). Hins vegar verð ég að viðurkenna að ég var orðinn þreyttur á því að eyða tíma í að sérsníða símann að mínum þörfum og síðan má ekki gleyma því að enginn Android sími er eins. Þeir eru mismunandi eftir framleiðanda og Android útgáfu, þetta er vitanlega mín persónulega skoðun og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.

Almennt má segja að WP8 umhverfið sé einfalt og persónulegt, notandinn þarf ekki að vera „tölvunörd“ til að nota símann. Mér finnst þægilegt að vera með allar upplýsingar og tilkynningar sem mér tengjast á heimaskjá og blasa því við þegar kveikt er á símtækinu.

Örlítið meira um heimaskjáinn í Windows Phone hér.

 

 

Læsingarskjár (Lock Screen) er mikið endurbættur frá WP7.5. Þar er hægt að hafa myndir af símanum eða bara af handarhófi af Facebook síðu eiganda. Einnig sést klukka, dagssetning, næsta dagbókaratriði ásamt áminningum (ósvöruð símtöl eða skilaboð, tölvupóstur sem eru ólesin) en hægt er að stilla hvaða upplýsingar sjást.

625_feature

Einnig má benda á að Glance-virknin sem Nokia kynnti í Amber-uppfærslunni (GDR2) gerir notendum kleyft að hafa klukkuna virka á skjánum þó svo að slökkt sé á skjánum líkt og margir Nokia-notendur kannast við úr eldri Symbian-símum.

Talandi um uppfærslur þá er Windows Phone með OTA uppfærslukerfi (e. Over The Air) sem gerir Microsoft kleift að senda uppfærslur beint í símtækin, sem síðan er hægt er að uppfæra án þess að tengja þau við tölvu. Þetta er sambærilegt og gerist þegar Android (nýrri) eða iOS tæki fá uppfærslur.

GDR3

 

Ráðgert er að næsta uppfærsla (Update 3 – GDR3) sé væntanleg í febrúar 2014 en hér má lesa örlítið um hana.

 

 

Samskipti

Þó svo að Windows Phone sé lokað kerfi á svipaðan hátt og iOS frá Apple er lokað kerfi þá eru margir hlutar af kerfinu engu að síður opnir fyrir samfélagsvirkni, sem dæmi má nefna virkni í tengiliðaskrá og ljósmyndaforrit. Úr þessum forritum er hægt að deila beint eða sjá hvað vinir eru að gera en sem dæmi þá er vinavirkni (People) í ljósmyndaforriti þannig að hægt er að deila þaðan eða sjá allar ljósmyndir sem vinir hafa deilt á hina ýmsu miðla. Erfitt að lýsa þessu svo sem en mjög oft er hægt að deila eða uppfæra stöðu beint á samfélagsmiðla án þess þó að opna sérstakt forrit til þess, innri samvirkni með þessum miðlum leysir mál.

 

Tengiliðir (e. People Hub)

People Hub er líklega það forrit sem ég nota mest en fyrir utan að vera venjuleg tengiliðiskrá þá er einfalt að festa þá tengiliði sem ég nota mest á heimaskjá símans. Þannig get ég með einföldu móti og án þess að leita að og opna eitthvað forrit, séð hvað viðkomandi er að bralla á Facebook eða Twitter eða til að hafa samband við hann með símtali, tölvupóst, Facebook eða Skype skilaboði eða bara skrifað beint á vegginn hans eða senda honum skilaboð á Twitter.

Þetta hljómar kannski örlítið flókið en er sáraeinfalt því þessir valkostir eru allir á spjaldi viðkomandi tengiliðs og er bara smellt á viðkomandi virkni til að framkvæma.

Ég flís (e. Me Tile) er sjálfkrafa sett á heimaskjá en það er í raun og veru tengiliðurinn ég og allt sem ég sjálfur er að bralla…. Með henni get ég póstað beint á Facebook, Twitter eða Linkedin eða hvern þann miðil sem er uppsettur á símanum, mjög einfalt og mun fljótlegra en að opna eitthvað app til að pósta einföldum skilaboðum. Notendur geta skoðað virkni, tilkynningar og færslur sínar á þessum samfélagsmiðlum ásamt því að skrá sig inn á Facebook eða Skype messenger og þannig notað SMS forrit í símanum til að spjalla á þessum miðlum.

Hér er ágæt myndband sem sýnir helstu kosti People Hub

 

 

Tengiliðaskráin getur orðið svolítið stór ef hún er að samstilla sig við t.d. Facebook og Twitter en einfalt er að sía það frá ef notendur vilja eins og sýnt er í þessari færslu.

 

Tölvupóstur

Ég hef alltaf þurft að nota tölvupóst gríðarlega mikið vegna vinnu og sé svo sem enga breytingu á því á næstunni. Það eru nokkrar færslur hér á Lappari.com sem taka á tölvupóst virkni á Windows Phone eins og t.d. Fyrirtæki og snjallsímar og Gmail uppsetning o.s.frv. en í stuttu máli þá er tölvupóst virkni og vinnsla í Windows Phone 8 sú besta sem ég hef prófað.

Fyrir það fyrsta er uppsetning mjög einföld en fyrir utan handvirka uppsetningu (Advanced) þá eru uppsett form til að setja upp eftirfarandi form:

  • POP eða IMAP
  • Outlook Anywhere (EAS)
  • Hotmail  (outlook.com)
  • Nokia-  eða Yahoo Mail ef einhver notar það
  • IBM Notes Traveler (Lotus Notes)

 

Þó svo að EAS samstilling virki vel í iPhone og Android þá er viðmót, uppsetning og notkun á tölvupósti í WP8 sannarlega með því besta sem ég hef prófað hingað til. Sem kerfisstjóri veit ég að það er oft höfuðverkur að setja upp tölvupóst hjá Android notendum þó svo að þetta eigi að vera einfallt (með auto discovery). Aðalástæða er sú að Android notendur eru oft á misjöfnum útgáfum af stýrikerfi og getur uppsetning og virkni verið misjöfn milli OS útgáfna meðan þetta er alltaf eins í Windows Phone.

 

Skilaboð (e. Messenger Hub)

Skilaboða forrit (SMS) er eins einfalt og hægt er að hafa það en þegar það er opnast sjást nýjustu tengiliðir sem ég hef verið í samskiptum við og nýjasta skilaboðið líka. Ef smellt er á viðkomandi tengilið þá kemur öll samskiptasaga og hægt er að skrifa í kassa sem kemur neðst og þannig senda SMS með einföldu móti.

Til að senda ný skilaboð er smellt á stóran + takka sem er neðst í forritinu og þar er nafn viðkomandi skrifað ef viðkomandi er í tengiliðaskrá (eða vinur með númer á Facebook), annars er skipt yfir á talnaborð og númerið slegið inn.

 

facebookchat

 

Eins og kemur fram hér að ofan er hægt að nota innbyggða messenger forritið til þess að spjalla t.d. við Facebook vini en þetta er oft mun betra en að fá tilkynningar frá Facebook og þurfa að opna appið til þess að spjalla. Með þessu þá kemur skilaboð frá viðkomandi tengilið í Messenger Hub og er honum svarað eins og um SMS sé að ræða. Með þessu er skipta á milli Skype messenger, Facebook spjall og SMS með einföldu móti og er skilaboðasagan alltaf í réttri tímaröð í einu forriti. Hér eru leiðbeiningar um hvernig þetta er sett upp og notað.

Herbergi  (e. Rooms)

Ég er fjölskyldumaður sem fagna hverju tækifæri sem gefst til þess að skipuleggja mig betur með hjálp snjallsímans.  Ég þekki vel hversu erfitt það getur verið að muna eftir læknatímum, söngstund í leikskólanum, fundum í skólum, afmælum o.s.frv. ef skipulagið er ekki gott. People Hub tekur vel á þessu atriði og býður upp á lausn sem gæti leyst þetta vandamál með stæl.

 

 

Í mjög stuttu máli þá er hægt að opna People Hub og fara á “Together” flipa og þar neðst er smellt á + merki til að búa til nýjan Hóp eða Herbergi en í Herbergi er hægt að samstilla í lokuðum hópi:

  • Minnismiðar (OneNote innkaupalistar og aðrir minnismiðar)
  • Dagbók (Calendar)
  • Deila myndum og myndbönd
  • Hópsamtöl (einn á einn eða allir saman, SMS og tölvupóstur)
  • Fylgjast með virkni hjá aðilum í hóp á Facebook
  • Sérsniðnir bakrunnum sem hægt að vera velja af síma eða t.d. Facebook
  • Nýjum aðilum bætt við með SMS skilaboðum
  • Hægt er að líma Herbergi á heimaskjá til að sjá lifandi upplýsingar um meðlimi eða tilkynningar

Hér má sjá hvernig herbergi er sett upp

 

 

Ég er mjög hrifin af hversu einfalt er að setja þjónustuna upp ásamt því hvað öll samvirkni á milli tækja var einföld og “bara virkaði”. Ég mæli með að Windows Phone 8 notendur prófi herbergin og það kæmi mér ekkert á óvart ef þetta verður komið á top 10 af bestu kostum stýrikerfisins eftir smá notkun.

Athugið að full virkni er aðeins möguleg í Windows Phone 8 en hægt er að samnýta dagatal með Windows Phone 7, Android (með Hotmail appi) og iPhone notendum 

 

Hópar  (e. Groups)

Til viðbótar við lokuð herbergi eins og lýst er hér að ofan þá er líka hægt að búa til Hópa (e. Groups) en þá eru paraðir saman einstaklingar sem notandi er í miklu sambandi við eða vill hafa greiðan aðgang að. Sem dæmi þá er hægt að para saman vinnufélaga, vini úr skólanum, leshópa eða hvað sem notenda dettur í hug en þessa hópa er síðan einfalt að líma á heimaskjá til að sjá lifandi upplýsingar um meðlimi eða tilkynningar frá þeim.

Ég er farinn að nota þetta meira síðustu mánuði og bý alltaf til hóp þegar ég er í teymisvinnu þar sem einfalt er að fylgjast með hvað allir í viðkomandi teymi eru að bralla.

 

Internet Explorer

Vafrinn í WP8 er gríðarlega góður og líklega einn sá besti af þeim vöfrum sem fylgja með snjallsímum í dag. Chrome fyrir Android er reyndar mjög góður en ég á erfitt með að meta hvorn mér líkar betur við. Það er hægt að sérsníða hann töluvert að hverjum notenda, pinna hvaða heimasíðu sem er á heimaskjá sem flýtir fyrir aðgengi og kemur oft í staðinn fyrir forrit en sem dæmi þá er einfalt að setja JA.IS flýtivísun á heimaskjá í staðinn fyrir að bíða eftir appi frá þeim.

Einfalt er að breyta virkni vafrans í “desktop mode” eða Mobile mode” en heimasíður hegða sér oft mismunandi eftir því hver stillingin er valin.

 

Office, Skydrive og SharePoint

Office pakkinn gerir notanda kleyft að vinna með Word, Excel og PowerPoint skjöl beint af SharePoint, SkyDrive eða af símanum. Hægt er að breyta þeim, senda með tölvupósti eða bara vista í skýið án þess að þurfa að kaupa auka hugbúnað.

Lumia925_2

Ég hef aldrei kynnst svona góðri skjalavinnslu á snjallsíma áður, en Office pakkinn sem fylgir með (ókeypis) býr til flýtivísun í öll skjöl sem vistuð eru á síma, einnig skjöl sem hafa verið opnuð úr tölvupósti, skjöl sem eru á SkyDrive sem og skjöl sem eru á SharePoint svo eitthvað sé nefnt. Office pakkinn er límdur á heimaskjáinn á nýjum síma en annars er hægt að strjúka frá hægri til vinstri til að finna Officepakkann en hann ásamt One Note og PDF lesara gerir skjalavinnslu á WP8 sannarlega eina þá bestu sem fæst á snjallsímum nútímans.

SkyDrive

Samvirkni á milli tölvu, SkyDrive og WP8 kom mér skemmtilega á óvart. Þegar ég fékk fyrsta Windows Phone 8 símann í hendurnar þá var ég að vinna í skjali á fartölvunni sem ég vistaði á SkyDrive, þegar ég opnaði Office í símanum þá kom skjalið sjálfkrafa fram undir nýleg skjöl og þannig gat ég með einföldu móti haldið áfram að vinna með það.

Samsung_Ativ_S_19

Ég prófaði líka að búa til innkaupalista í One Note sem ég deildi með fjölskyldunni en getur hún þá uppfært skjalið í rauntíma á heimatölvunni meðan ég er staddur í búðinni sem er nokkuð magnað. Ég sá einnig að myndir sem ég tók á símann hlóðust upp á SkyDrive og urðu þannig aðgengilegar í heimilistölvunni án þess að ég þyrfti eitthvað að gera.

SharePoint

Ef Office er opnað á símtækinu er hægt að smella á möppu sem er neðst í forritinu til að bæta við SharePoint netþjóni. Ef þetta er gert þá kemur innskráningargluggi en þar eru slegnin inn sömu auðkenni og notuð eru í venjulegri tölvu/vafra. Þá fær notandi aðgang að þeim svæðum (Sites) sem hann á að hafa aðgang að og kemst þannig í öll skjöl og getur unnið í þeim beint af símanum sem er óþekkt eða rándýr í öðrum kerfum, hér er þetta innbyggt og nóg til þess að ég reyni hér eftir að skipta öllum starfsmönnum sem þurfa nýjan síma yfir í Windows Phone.

 

Barnahornið

Ég veit ekki með ykkur en börnin mín eru mjög dugleg að fara í símann minn þegar ég sé ekki til. Ég er einn af þeim ljónheppnu sem varð fyrir því að barnið mitt opnaði tölvupóstinn minn og náði að svara vinnupósti með einhverju bulli (sem sakaði ekki). WP8 leysir þetta með nýjung sem heitir barnahornið (e. Kids Corner). Þetta virkar þannig að þegar síminn er læstur með leyniorði, komist börnin í barnahornið en þar eru bara þau forrit sem ég ákveð og ekkert annað. Þau komast ekki í stillingar símans (breyta viðmóti, símhringingu o.s.frv.), tölvupóst, Windows Store o.s.frv. en þetta er frábær nýjung og hefur slegið í gegn á mínu heimili.

 

Hér er myndband sem sýnir Barnahornið vel:

 

 

Skoðaðu þessa færslu ef þú hefur áhuga á því að skoða þetta betur

 

Veskið (e.Wallet)

Veskið er í raun og veru auka PIN vörn á forritamarkað Microsoft (Store) en með því að virkja það þá er getur notandi varið t.d. kreditkorta upplýsingar sem eru vistaðar í MS Store. Þetta er mjög þægilegt af notendur lána/leyfa öðrum að prófa símtækið þar sem ekki er hægt að kaupa t.d. tónlist, forrit eða leiki án þess að vita PIN númer.

 

Xbox

Xbox Music og Video er frábær viðbót við forrit sem fylgja með Windows Phone 8 en í grunninn er þetta “bara” venjulegur tónlistarspilari sem spilar þá tónlist sem notendur færa yfir á símtækið í gegnum tölvu. Til viðbótar er hægt að kaupa aðgang að Xbox music sem þá virkar svipað og Spotify en ég fékk 12 mánaða Xbox Music áskrift á aðeins $49 núna fyrir jólin.

Hér er hægt að lesa ýtarlega umfjöllun hjá WinSuperSite um Xbox Music fyrir Windows 8 og Windows Phone 8

 

Leiðsögukerfi (e. Navigation)

Þeir sem fá sér Nokia WP8 síma fá einnig töluvert af sérhönnuðum hugbúnaði frá Nokia eins og lesa má hér.  Þeir sem eiga WP8 síma geta annað hvort keypt sér Here Navigation í Windows Store eða látið sér nægja kortaleit í vafranum.

 

Innbyggð virkni

Mér fannst vanta betri miðju fyrir tilkynningar (e. notifications) þegar ég byrjaði að nota WP8 en ég er svo sem ekki lengur þeirra skoðuna, vitanlega mundi ég ekki neita betri lausn en þetta vantar aðallega þegar notandi er staddur inni í forriti og vill skoða tilkynningar án þess að fara á heimaskjá.

Windows Phone 8 er með innbyggt forrit sem heitir Data Sense sem getur sagt notenda hversu mikið af gögnum hann hefur notað. Ef þú notar Windows Phone vil ég kvetja þig til að skoða þetta forrit betur hér.

Lumia925_9

Einfalt er að taka skjáskot (e. screenshot) með því að halda inni Windows takka og power en þá vistast skjáskot í sér möppu sem heitir “screenshot”.

Allir Windows Phone 8 símtæki eru með fullt Qwerty lyklaborð. Lyklaborðið er ekki enn komið með íslensku útliti en allir íslensku stafirnir eru engu að síður til staðar ef enska lyklaborðið er valið. Sem dæmi til að skrifa Þ þá er T haldið inni, til að skrifa Ð þá er D haldið inni o.s.frv. Lyklaborðið er mjög gott og er allur innsláttur og skjalavinnsla mjög skemmtileg á þessum tækjum þó svo að íslensku takkana vanti.

 

Forritamarkaður

Ef þig vantar fleiri forrit þá býður Microsoft Store í dag (20.12.2013) upp á rúmlega 200 þúsund forrit og fann ég forrit fyrir allt sem mig vantaði. Hér er ágætislisti yfir forrit sem Íslenskir WP notendur nota og sama hvað hver segir þá hef ég ekki enn rekið mig á meint forritaleysi á Windows Phone.

appupdatesvday

Notendur geta séð hvort forrit sem þeir nota á iPhone eða Android séu til á Windows Phone 8 hér á þessari heimasíðu.

Windows Phone umhverfið

Að mínu mati er umhverfið (ecosystem) í kringum WP8 mjög gott og þá helst vegna þess að langflestir eiga og nota Windows tölvur við vinnu og leik. Að mínu mati er misskilningur að halda því fram að umhverfið saman standi bara af forritamarkaði og fjölda forrita því stuðningur framleiðanda, vélbúnaður, aukahlutir ásamt því hvernig búnaðurinn passar við núverandi kerfi skiptir miklu máli.

 

625_4

 

Það er sem sagt heildarupplifun viðkomandi notenda án málamiðlunar eða aukahluta. Sem dæmi þá geta flest heimili þannig notað þann vélbúnað sem þeir eiga fyrir t.d. til þess að hlaða tónlist eða myndefni inn á WP8 síma eða til að taka af honum ljósmyndir sem teknir hafa verið. Hægt er að gera það í gegnum skýið (SkyDrive) eða með venjulegri USB snúru, það þarf ekki aukahugbúnað (eins og iTunes hjá Apple) eða sérstaka snúru frá framleiðanda (eins og tengið á Apple tækjum). Mikill breytileiki og lítil samhæfni og samræming í Android tækjum er fráhrindandi fyrir “venjulega notendur“.

 

Öryggi

WP8 bíður uppá dulkóðun með BitLocker fyrir fyrirtækin á öllum gögnum sem í tækinu eru (Device Encryption) en þetta hefur hingað til verið aðalsmerki BlackBerry. Almennir notendur koma þó líklega til með að læsa WP8 símanum sínum með hefðbundnu PIN (eða SIM læsingu).

PIN

 

WP8 er eina platformið sem er með native Exchange Active Sync (EAS) stuðning og styður því langflestar EAS reglur, auk þess að Microsoft fylgir Apple varðandi skimun forrita sem sett eru á Windows Store (forrita markaður). Það er bara er hægt að setja upp forrit í síma sem sótt eru þaðan en í þessum markaði er hægt að kaupa forrit, leiki og tónlist. Ef sími er notaður til vinnu þá getur kerfisstjóri fyrirtækja gert sértæk forrit aðgengileg (með Company apps). Windows Phone hefur ekki verið hakkað enn (eins og Jailbrake fyrir iOS og Root fyrir Android) og er almennt talið eitt öruggasta stýrikerfið á markaðnum í dag en hægt er að lesa meira um það hér.

 

Gallar

Windows Phone 8 er þó ekki gallalaust að okkar mati en helstu gallarnir eru eftirfarandi.

  • App-markaður minni en fyrir iPhone og Android og vantar nokkur stór forrit á Windows Phone
  • Ekki komið íslenskt Qwerty lyklaborð (eru samt íslenskir stafir t.d. halda inni T til að fá Þ)
  • Mættu vera fleiri möguleika í stillingum en þær eru mjög fátæklegar miðað við Android. Sem dæmi þá er ekki hægt að sjá upplýsingar rafhlöðunotkun ef notandi vill sjá hvað hvert forrit er að gera.

Þessir gallar er þó ekki stórvægilegir en samkvæmt Microsoft á Íslandi þá er t.d. unnið að Íslensku lyklaborð fyrir WP8 og með aðra galla þá getur Microsoft með einföldu móti sent uppfærslur yfir loftið (OTA) sem laga vankanta á stýrikerfinu.

Windows 8 og WP8

Varla er hægt að fjalla um Windows Phone 8 (WP8) án þess að skoða aðeins um nýjustu útgáfu Microsoft af Windows stýrikerfinu, það heitir í dag Windows 8.1 (Win8). Microsoft ákvað að endurhanna Windows, sem er langvinsælasta stýrikerfið (vinnustöðva / desktop) á markaðnum í dag. Samkvæmt NetMarketShare er Windows enn með rúmlega 90% markaðshlut en að flestra mati var þetta töluverð áhætta hjá Microsoft.

Augljósasta breytingin er að Start takkinn sem er farinn með öllu og í staðinn er kominn nýr heimaskjár (hét áður Metro UI) en hann samræmir heimaskjáinn á milli Windows (PC), Windows Phone og Windows RT/PRO sem er á spjaldtölvum sem nota stýrikerfi frá Microsoft. Ég var eins og margir Windows notendur með blendnar tilfinningar til Win8 í upphafi en eftir nokkrar prufur fór það ekki á milli mála að kerfið sjálft hafði tekið miklum framförum samanborið við eldri útgáfur en það var heimaskjárinn sem stóð í mér. Þó vandist ég honum fljótt og er þetta orðinn mikilvægur þáttur af vinnuumhverfi mínu í dag.

 

Niðurstaða

Lappari finnst mikið til Windows Phone 8 koma og okkur þykir áhugavert að sjá nýja nálgun á viðmóti notendans sem gerir kerfið sérstakt og frábrugðið Android og iPhone að mörgu leiti. Þó svo að mig hafi “ekki vantað” nein forrit sem ég notaði áður þá er forritamarkaðurinn enn sem komið er með lakari úrval en samkeppnisaðilar. Úrval forrita í Windows Store hefur þó aukist gríðarlega síðustu mánuði og má áætla að úrvalið verði bara betra með tímanum.

 

1520_7

 

 

Við hljótum að fagna endurkomu Microsoft á snjallsímamarkaðinn því það verður að teljast gott fyrir samkeppnina að fá þriðja þriðja sterka aðilann inn á þennan markað og ýtir það líklega undir þróunn á vélbúnaði sem og á hugbúnaði sem nýtist á endanum okkur notendunum.

Lappari mælir sterklega með því að fólk kynni sér Windows Phone 8 tækin í næstu símaverslun.

 

Fyrir lesendur sem hafa áhuga þá er hér myndband þar sem Joe Belfiore yfirmaður Windows Phone deildar Microsoft fer nokkuð ýtarlega yfir kosti WP8:

 

 

Hvað finnst þér?

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira