Þar sem að ég er nettur tölfræðinörd þá ákvað ég að kafa aðeins í heimsóknartölur fyrir Desember mánuð og birta hér nokkrar áhugaverðar staðreyndir.
Fyrst er hér skipting milli miðla sem notendur Lappari.com nota til að nálgast efnið en sjá má að langflestir nota tölvuna sína til að lesa efnið sem hér er.
Þar sem borð- og fartölvur eru mest notaðar þá er hér niðurbrot á hvernig tölvur notendur eru með en um 85% notenda eru með Windows tölvur. Áhugavert hversu margir íslendingar nota Macintosh tölvur en þetta er langt yfir heimsmeðaltali.
Þá er næst skoðað hvaða útgáfu af Windows notendur eru með en hér að neðan er tekið saman Windows 8 og Windows 8.1 en mér þótti samt áhugavert að það eru aðeins fleiri með 8.1 en 8.0.
Það eru aðeins um 4% en að nota Windows XP sem er mun minna en ég hélt en reyndar getur verið að Windows NT sé ennig Windows XP. Ef svo er þá eru um 15% með XP sem er athyglisvert þar sem stuðningur Microsoft við Windows XP lýkur núna í Apríl.
Því næst er hér samantekt um hvaða vafra gestir eru að nota en þar er Chrome langvinsælastur með um 45% allra heimsókna.
Merkilegt hversu margir nota Chrome hérlendis en samkvæmt frétt á TheNextWeb þá er IE með tæplega 58% notkun á heimsvísu en aðeins um 22% á Lappari.com
Ég hef séð gagnrýnt í erlendum miðlum hversu margir eru enn að nota IE8 eða eldra en það er ekki svoleiðis hér á Lappari.com. Líklega er það nú vegna þess hversu duglegir lesendur mínir eru að uppfæra tölvurnar sínar því aðeins 2% notenda eru enn með IE8.
Því næst er að kryfja snjalltækin aðeins niður og það er eitt sem ég tók strax eftir en það er að Windows RT vélar virðast ekki vera greindar sérstaklega frá annari IE11 trafík í þeirri tölfræði sem ég kemst í (Jetpack og Analytics). Ég opnaði Lappari.com með Surface 1 og Surface 2 í Desember en þær tölur koma ekki aðgreindar frá öðrum eins og vafrinn í iPad aðgreinir sig.
Hér eru tekin saman:
- iOS tæki eða iPhone og iPad
- Android símar og spjaldtölvur
- Windows Phone er aðgreint
- Annað er t.d. Symbian og Blackberry.
Mig langaði að sía snjallsíma sérstaklega frá þar sem ég átti von á að það væru fyrst og fremst Windows Phone notendur sem heimsækja Lappari.com.
Svo var ekki þar sem heimsóknir snjallsíma skiptast eftirfarandi:
- iPhone notendur eru 37%
- Windows Phone eru 36%
- Android er 27%
Vitanlega eru þessar tölur fyrir Desember þegar notendur heimsækja vefi kannski frekar úr heimatölvur frekar en vinnutölvum en það er samt alltaf gaman að velta þessu fyrir sér.
Sturluð staðreynd:
Það var ein (1 stk) heimsókn frá tölvu sem notar Chrome OS í Desember