Það er ekki langt síðan Microsoft gaf út uppfærslu fyrir Windows 8 en þessu uppfærsla heitir einfaldlega Windows 8.1 og er ókeypis. Núna þegar styttist í að Build þá fara yfirleitt sögusagnir af stað í Windows heiminum en helst hafa það verið raddir um Windows 9 og auka uppfærslu fyrir Windows 8.1 sem mun líklega kallast Update 1, kemur hún líklega út í Mars eða Apríl.
Verð samt að taka fram að mér þykir endalaust ruglingslegt að koma með stóra uppfærslu og kalla hana Update 1. Hefði sjálfur kosið að kalla svona uppfærslu bara Windows 8.2 en ég hef svo sem lítið um það að segja eins ótrúlegt og það er, ef Microsoft er að hlusta þá er þetta ókeypis ráðlegging sem sparar viðskiptavinum ykkur auka flækjustig.
Helstu breytingar í Windows 8.1 voru til þess gerðar að koma á móts við óánægjuraddir notenda og þá helst þeirra sem eru ekki með snertiskjá og nota því lyklaborð og mús. Án þess að hafa rannsakað það sjálfur þá má telja líklegt að það sé yfirgnæfandi notenda en þeir hafa þó hér nokkur ráð til að einfalda lífið með Windows 8.
Samkvæmt sögusögnum þá mun Update 1 ganga mun lengra í því að gera upplifun þeirra sem eru ekki með snertiskjá betri og eru hér nokkur atriði sem mig langar að nefna.
Mjög líklegt má telja að eftir þessa uppfærslu muni allar tölvur ræsa sjálfkrafa á hefðbundið skjáborð (e. desktop) sem er nokkuð eðlilegt þar sem meirihluti notenda er að nota hefðbundin desktop forrit. Þetta er kannski minniháttar breyting þar sem einfalt er að stilla þetta sjálfur eftir Windows 8.1 uppfærsluna. Ég vill ekki meina að Microsoft séu með þessu að hverfa frá einu sameiginlegu útliti fyrir öll kerfin sín, mögulega bara að létta þeim lífið sem þurfa að uppfæra úr Windows XP,
Það hefur pirrað marga að það sé ekki einfalt að slökkva/endurræsa tölvu með Windows 8.x og talið er að Microsoft muni breyta því með því að koma sérstakan takka fyrir þetta á heimaskjá.
Talið er líklegt að breytingar verði gerðar á Metro/Modern forritum í Windows 8.1 Update 1 en í dag er ekki hægt að minnka þau eða loka með því að smella á X eins og notendur eru vanir. Breytingin mun líklega vera á þann veg að með því að hægri smella með mús á Metro forrit þá sést stika efst sem bíður notendur að loka eða minnka forriti ásamt því að smella þeim til hliðar.
Einnig verður hægt að opna Metro forrit á desktop og jafnvel pinna þau á taskbar til að auðvelda aðgengi. Þetta þíðir meðal annars að notendur get keyrt gullfalleg forrit eins og Flipboard og Lappara í blandi við hefðbundin Windows forrit.
Þó svo að þetta sé ekki tæmandi listi þá er þessi uppfærsla greinilega samansafn af minniháttar breytingum sem gera notkun með mús og lyklaborði mun betri.
Ég mundi samt vilja ganga lengra varðandi ræsingu á skjáborðið og láta Windows ákveða þetta í ræsingu. Ef tölvan er með snertiskjá þá byrjar hún á Windows 8 heimaskjánum en ef ekki þá ræsir hún beint á hefðbundið desktop sem allir þekkja. Þetta mundi allavega gera lífið hjá notendum í fyrirtækjum einfaldara og mögulega hraða innleiðingu á Windows 8.
Heimild: WZOR (via Google Translate)