Heim MicrosoftWindows Mobile Nota Windows Phone á móti Proxy server

Nota Windows Phone á móti Proxy server

eftir Jón Ólafsson

Það eru þó nokkrir vinnustaðir sem eru með notendur sína á bakvið Proxy netþjón. Segja má að eitt af hlutverkum Proxy netþjóns sé að taka afrit af efninu sem notendur sækja/skoða og hýsa það ef annar notandi skyldi vilja skoða sama efni. Með einföldun þá má segja að þegar notandi 1 opnar mbl.is þá vistar Proxy netþjónn síðuna á staðnum og þegar notandi 2 opnar mbl.is þá fær hann meginpartinn af síðunni frá Proxy sem bara spyr mbl.is hvort síðan hafi eitthvað breyst síðan hún var opnuð síðast.

Það eru mismunandi ástæðu fyrir því að fyrirtæki noti Proxy þjóna en ein er sú að þetta getur sparað bandvídd sem fyrirtæki nota og þannig sparað penning þegar gagnasambönd eru dýr eða ef bandvídd er af skornum skammti. Ég er töluvert í því að þjónusta skip og útgerðir í vinnunni minni og það er gott dæmi um vinnustað þar sem gagnamagn er dýrt og bandvídd er af skornum skammti og þess vegna er Proxy netþjónn sniðug lausn.

Í gegnum fyrirspurnarformið hér á Lappari.com hef ég fengið nokkrar fyrirspurning frá sjómönnum sem vilja nota Windows Phone símtæki um borð í skipum og er það í raun og veru mjög einfalt en þessar leiðbeiningar miða við Squid Proxy þjón sem notar Basic auðkenningu notenda.

Af Heimaskjá, strúka til vinstri og finna settings Settings > WiFi og síðan er tengjast þráðlausu neti sem er um borð. Þegar það er tengt (Connected) þá er smellt á nafnið á netinu og þá opnast möguleikar fyrir þráðlausa punktinn. Þar eru proxy stillingar gerðar virkar með því að færa Proxy flipa á ON  SlideON

 

wp_ss_20140102_0002    wp_ss_20140102_0003

 

Þá eru stillingar fyrir viðkomandi Proxy netþjón settar inn og eru flest skip á Íslandi að nota eftirfarandi stillingar (IP: 192.168.1.254 og port: 8088) og smella á DONE sem er neðst til vinstri.

Þá á að vera hægt að opna vafra og smella á Refreash til að endurhlaða netsíðu og fá upp innskráningar glugga. Þar eru auðkenni fyrir Proxy netþjón sett inn og ætti þar með að vera hægt að vafra um netið.

 

wp_ss_20140102_0004    wp_ss_20140102_0006

 

Ég hef oft notað þetta á Windows Phone síðasta árið og staðfesti síðast í gærdag að þetta virkar  og tekur í raun og veru ekki nema 1-2 mín að virkja þessar stillingar.

Mikilvægt: ef internet virkar ekki þegar í land er komið þá þarf að smella aftur á þráðlausa punktinn og slökkva á Proxy en það ætti ekki að þurfa þar sem Proxy stilling er bara fyrir viðkomandi þráðlausa punkt.

Útskýringamynd tekin af proxyclub.org

 

Hvað finnst þér?

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira