Heim MicrosoftWindows Mobile Nokia Here – leiðsöguforrit á íslensku

Nokia Here – leiðsöguforrit á íslensku

eftir Jón Ólafsson

Þar sem ég er að vinna í því að stytta umfjallanir úr þessum tæplega 4000 orðum sem þær eru í dag þá er planið að taka parta úr þeim sem eru sameiginlegir og útbúa í sérfærslu. Bæði er þetta gert til að stytta umfjallanir og til þess að minnka endurtekningar.

Þeir sem fá sér Nokia Lumia síma fá töluvert af sérhönnuðum hugbúnaði frá Nokia og ber þar helst að nefna Nokia Here hugbúnaðar safni sem samanstendur af Here City LensHere MapsHere DriveHere Transit og Here Explore sem er í Beta útgáfu. Þess má geta að Here Explore Beta kemur í staðinn fyrir Local Scout í þeim löndum þar sem það er ekki stutt en þetta forrit kemur með tillögu að áhugaverðum stöðum í nágreninu og er hægt að sía út t.d. veitingastaði.

Hér má sjá samantekt frá Nokia um svítuna.

[embedvideo id=”_Q8xuPoMW-Y” website=”youtube”]

 

 

Sem dæmi má nefna Here Drive sem býður uppá ókeypis GPS leiðsögn með íslenskum leiðbeiningum (raddleiðbeiningum). Mjög einfallt er að sækja Íslenska kortið og virkar Nokia Drive mun betur enn núverandi lausnir í snjallsímum sem við höfum prófað. Here Drive er að mínu mati besta leiðsögukerfið sem er í boði fyrir síma í dag.

Here Maps/Drive byggir á kortagrunni sem kemur frá Navteq en það er sami grunnur og Garmin leiðsögutæki nota. Þessi grunnur hefur sannað sig vel á Íslandi en Garmin kortalausnir hafa verið til sölu hér á landi í áraraðir og er að margra mati besti kortagrunnurinn á markaðnum.

Notendur geta verið innskráðir í símtæki með Nokia notenda sem þeir nota einnig til að skrá sig inn á here.com en þar er hægt að setja inn punkta og heimilisföng. Þetta verður þá sjálfkrafa að uppáhaldi (e. favorite) í símtæki en þetta er þrælsniðugt ef verið er að skipuleggja ferðalag en þá er korti hlaðið fyrirfram inn á síma og áhugaverðir staðir skráðir á here.com.

 

Nokia Here er með “offline” virkni sem gerir það verkum að hægt er að slökkva á 3G/4G og spara þannig gagnamagn. Kosturinn við þetta er að einfalt að er hlaða niður (yfir WiFi) kortagrunni og þá ertu með hann í símanum, t.d. ef þú ert að ferðast erlendis.

Hér má sjá Youtube video sem sýnir offline samanburð á Here Drive og Google Navigation.

[embedvideo id=”u6G_MRW9Rko” website=”youtube”]

 

 

Ég hef notað kerfið mikið hér á Íslandi sem og erlendis (USA, Holland, Bretland, Panama, Spánn og Kanaríeyjum) og ég verð að segja að lausnin er sú besta sem ég hef prófað hvort sem ferðast er á bíl eða fótgangandi. Án þess að kveikja á 3G (Data Roming) þá fann Here Maps öll heimilisföng fljótt og örugglega og var mjög nákvæmt í alla staði. Síðan þegar notandi er í framandi borg er skemmtilegt að nota Here City Lens til að sjá spennandi staði í umhverfinu.

 Annað forrit sem mig langar til að benda á til viðbótar er ókeypis forrit sem heitir Car Dash en með það er hugsað þegar notandi er með símtæki í bíl. Þá eru stórir snertivænir takkar ásamt hljóðstjórnun á hinum ýmsu aðgerðum.

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira