Heim ÝmislegtAndroid Lumia 1520 er sigurvegari á GSMArena.com

Lumia 1520 er sigurvegari á GSMArena.com

eftir Jón Ólafsson

Undanfarna daga hefur staðið yfir keppni á gsmarena.com sem er ein vinsælasti farsímavefur í heiminum en þar gátu lesendur síðunar kosið um þann síma sem þeim finnst eiga skilið að vinna “Meistaradeild snjallsíma” eins og þeir kalla það. Það voru 32 vinsælustu snjallsímarnir sem byrjuðu í fyrstu umferð, og síðan 16, síðan 8, síðan 4 og að endanum voru bara tveir eftir og eru nú úrslitin ráðin.

Í undanúrslitum kepptu Samsung Galaxy S3,Lumia 1020, Lumia 520 og síðan Lumia 1520 sem á endanum vann þessa keppni.

 

gsmarena_003

 

Eins og sjá má þá vann Lumia 1520 nokkra vinsæla síma eins og t.d.:  Galaxy S4 mini, Lumia 720, Sony Xperia Z1 og síðan Lumia 520.

Nokkuð eftirtektarvert að iPhone 5s datt út í annari umferð á móti Nexus 5, iPhone 5 datt út í fyrstu umferð á móti Galaxy S4 og iPhone 4s komst í aðra umferð og tapaði þar fyrir Galaxy S3

Heimild og myndir:  GSMArena

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira