Samkvæmt venju þá er komið að vikulegu viðtali hér á Lappari.com í viðtalsseríu sem kallast einfaldlega Föstudagsviðtalið en þetta er viðtal númer 28 í röðinni. Markmiðið er að tala við venjulegt fólk, harða nörda sem sviðsljósið skýn sjaldan á sem og einstaklinga sem eru áberandi í tölvu og tækniheiminum, leyfa þeim að segja aðeins frá sér. Eins og venjulega þá er tilgangurinn er fyrst og fremst sá að hafa þetta létt, skemmtilegt og vonandi áhugavert fyrir lesendur.
Hver ert þú og hvaðan ertu?
Ég heiti Gunnar Karl Níelsson og ólst upp að mestu á Akureyri og í Stykkishólmi. Á Akureyri bjó ég í Þorpinu og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Síðustu ár hef ég búið í Garðabæ og verið lánsamur að vinna fyrir frábær fyrirtæki eins og EJS, Iceland Express, Símann og Microsoft svo einhver séu nefnd.
Við hvað starfar þú og hvað hefur þú verið að bralla síðustu árin?
Ég hef starfað í upplýsingatækni frá því fyrir aldamót. Síðustu 4 ár hef ég starfað fyrir Microsoft. Fyrst sem Dynamics Lead. Það felur í sér umsjón með markaðssetningu og sölu á fjárhags- og viðskiptatengslahugbúnaði frá Microsoft; Microsoft Dynamics AX, NAV, C5 og CRM. Nú nýlega tók ég við starfi sem Corporate Account Executive. Það þýðir í stuttu máli að ég ber ábyrgð á viðskiptasambandi Microsoft við stærstu viðskiptavini fyrirtækisins hérlendis.
Hvernig er venulegur dagur hjá þér?
Dagurinn byrjar milli 6 og 7 á dæmigerðri rútínu. Rölta með hundinn og skutla krökkunum í skólann. Oftast nær maður einu símtali á leiðinni í vinnuna. Í mínu tilfelli geta dagarnir verið nokkuð ólíkir. Þeir einkennast þó af fundum af ýmsu tagi, símtölum, fjarfundum og tölvupósti. Það fylgir því nokkur ábirgð að geta unnið hvar sem er líkt og við getum hjá Microsoft. Það þýðir að oft verða dagarnir lengri þar sem vinnan kemur oftast með heim.
Lífsmottó?
Life is good – Do what you like, like what you do.
Wham eða Duran Duran?
Duran Duran
Hvaða stýrikerfi notar þú á vinnutölvunni?
Ég nota Windows 8.1 með gleði og ánægju.
Hvernig síma ertu með í dag?
Vinnuumhverfið mitt samanstendur af:
- Fannhvítum Nokia Lumia 920 (umfjöllun)
- Aukarafhlöðu sem ég get tengt í símann þegar ég þarf auka rafmagn.
- Jabra Motion UC + MS. Jabra Motion er þráðlaust headsett sem tengist fartölvunni og farsímanum samtímis. Headsettið er sérstaklega hannað til að vinna með Lync.
- Lenovo X1 Carbon touch fartölvu.
- Surface RT spjaldtölvu. (umfjöllun)
Hver er helsti kostur við símann þinn?
Ég er mjög ánægður með People hub. þegar síminn er settur upp parar hann saman tengiliðina mína hvort sem þeir eru af LinkedIn, Facebook, Twitter eða úr tengiliða bókinni. Þannig get ég á einum stað séð tengiliða upplýsingar, starfstitil, símanúmer, síðustu Facebook eða Twitter status o.s.fr.
Dagbók – að geta haft fjölda dagbóka í einu viðmóti er frábært fyrir þá sem lifa eftir dagbókinni sinni eins og ég.
Síminn vinnur þétt með þeim hugbúnaði sem ég er að nota daglega s.s. eins og Office365 og Lync. Lync hugbúnaðurinn er ómissandi í mínu starfi. Við höfum sparað tugi ef ekki hundruð þúsunda á ferðalögum með því að nýta Lync í stað þess að hringja á dýrum GSM taxta.
Internet-Sharing þ.e. að geta breytt farsímanum í tengipunkt fyrir allt að 5 þráðlaus tæki er eitthvað sem ég nota mjög mikið.
Þess utan er myndavélin ótrúleg, leiðsögukerfið (Here-drive á íslensku) er tær snilld.
Er eitthvað sem þú þolir ekki við símann?
Rafhlaðan mætti endast lengur fyrir aðila eins og mig sem notar alla tengimöguleika í símanum allan daginn.
Í hvað notar þú símann mest?
- Símtöl
- Lync
- (tölvupóst, dagbók, tengiliði)
- OneNote
- Here Drive
- SnapChat
- CheckMyTrip
- Audible
- Skype
- xbox music
- HandyScan….
Hvernig var fyrsti síminn sem þú fékkst þér?
Nokia 3110 minnir mig.
Ef þú mættir velja hvaða síma sem er, hvaða síma mundir þú velja?
Sennilega Nokia Lumia 1520 (vegna rafhlöðunnar og meiriháttar skjás) eða Nokia Lumia 1020.
Hvaða tæknisíðum ef einhverjum fylgist þú reglulega með?
Microsoft.com, WpCentral.com, Engadget.com, Lappari.com, GSMarena.com svo einhverjar séu nefndar.
Eitthvað sem þú vilt segja að lokum?
Ég hvet alla til þess að:
- skipta yfir í Winows Phone
- uppfæra Windows 8.1.
- nota Office 365
- geyma og deila gögnum með skydrive.com.
- og bæta mér við tengiliðalistann á LinkedIn
Góða helgi.