Stór hluti af þeim vírusum sem berast notendum í tölvupósti er nokkuð augljós eins og sést hér að neðan. Engu að síður eru margir forvitnir og smella á þessi viðhengi og það sem er þar inni og smita því vélarnar sínar.
Það er þrennt í þessum pósti sem mér finnst augjóslega benda til þess að þetta sé “smitaður” póstur sem notandi ætti að varast.
- Póstur er frá sendanda sem viðtakandi þekkir ekki og er ekki í viðskiptum við.
- Efni tölvupósts og viðhengi hafa ekkert við vinnu (áhugamál) viðtakanda að gera.
- Viðhengi er þjappað (ZIP) og þar inni er forrit (EXE)
Ef smellt er á EXE skrá = vélin er smituð
Eins og ég hef sagt áður þá eru bestu varnir gegn vírus- og malware-smitum upplýstir notendur sem hugsa áður en þeir framkvæma eða þeir sem stoppa og hugsa áður en þeir opna viðhengi eða smella á tengla í pósti eða á vefsíðum.
Aðalatriði
Ég vill líka minna notendur á að opna aldrei viðhengi eða smella á tengla í pósti/skype/messenger eða á t.d. Facebook frá sendendum sem þeir þekkja ekki eða ef efnið er vafasamt. Ef þið þekkið sendenda þá er ekkert að því að svara póstinum og spyrja hvað sé í viðhengi eða á bakvið tengil og afhverju það sé verið að senda þér þennan póst.
Hér eru nokkur atriði sem ágæt er að renna yfir varðandi varnir fyrir vinnu- eða heimatölvur.
http://www.microsoft.com/security/portal/mmpc/help/malware-help.aspx
Forsíðumynd af: coleggwent.ac.uk