Sum forrit eins og t.d. OZ appið er gefið út fyrir íslenskan markað og ef þú finnur það ekki í Windows Store eða tengill í niðurhal á því virkar ekki þá þarf að breyta kjörstillingu í Windows 8. Þetta er í raun og vera mjög eðlilegt og sem betur fer einfallt að stilla
Fylgu þessum einföldu skrefum til stilla Windows 8/RT íslenskan markað.
Af heimaskjá skrifar þú beint: region //smellir á á lyklaborði til að komast á heimaskjá
Ef það stendur eitthvað annað en Iceland þá þarf að breyta þessu en það er gert með því að smella á örina eins og sýnt er hér að neðan.
Síðan er Iceland valið úr lista á þá ætti valið að líta svona út.
Þetta er allt og sumt sem þarf að gera, ef þetta virkar ekki eftir að Iceland hefur verið valið þá er fyrsta skref í bilanaleit ávallt að endurræsa tölvuna 🙂