Heim MicrosoftWindows Mobile Tæknibloggið hættir.

Tæknibloggið hættir.

eftir Jón Ólafsson

Undanfarin ár hef ég verið reglulegur gestur á Tæknibloggi Hátækni en þetta hefur verið að mínu mati frábær brunnur frétta og tilkynninga tengdum tækniheiminum. Þetta er ein af aukaverkunum af því að Hátækni var tekið yfir af dótturfyrirtæki Landsbankans eins og fjallað var um hér.

Ég veit ekki með ykkur en ég á eftir að sakna þess mikið og vona svo sannarlega að þessi lokun sé bara tímabundin eins og gefið er til kynna í færslu sem sett var inn um miðjan dag í gær.

Umsjónamaður þess frá upphafi hefur verið Magnús Viðar sem kom í föstudagsviðtalinu hér á Lappari.com fyrir skemmstu.

 

Ég leyfi mér að birta hana hér ef þessi lokun verður ekki tímabundin.

——————–

Vegna breytinga á rekstri Hátækni þá mun Tæknibloggið fara í ótímabundið leyfi frá og með deginum í dag.

Fyrsta færslan á Tækniblogginu fór í loftið í maí 2010 og með haustinu sama ár hófust regluleg skrif en í upphafi var stefnt að því að birta a.m.k. eina frétt á dag og gekk það nokkurn veginn fyrir sig fyrir daga í kringum stórhátíðir.+

2463 færslur hafa verið birtar á Tækniblogginu fram til þessa og er því mikið sem liggur eftir hér í skrifum og fréttaflutningi.

Ritstjóri Tæknibloggsins frá upphafi hefur verið Magnús Viðar Skúlason en hann hefur haldið til annarra starfa og mun ekki koma nálægt Tækniblogginu í núverandi mynd.

Hinsvegar er hægt að fylgjast með Magnúsi á Twitter með því að smella hérog eins ef það eru einhverjar fyrirspurnir eða spurningar eða ósk um lausn á tæknivandamálum þá má alltaf senda línu á Magnús með því að smella hér.

Tæknibloggið þakkar fyrir lesturinn og óskar öllum tækniaðdáendum um allan heim gleðilegra jóla með von um heillaríkt og gott komandi ár.

——————-

 

Hvað finnst þér?

Þú hefur kannski áhuga á þessu...

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira