Heim Ýmislegt Íslenskt jólasveina forrit

Íslenskt jólasveina forrit

eftir Jón Ólafsson

Siret Apps var að gefa út nýtt íslenskt smáforrit fyrir Windows Phone síma en sá sem stendur á bakvið það er Björn Ingi sem var í föstudagsviðtali hér fyrir nokkrum vikum. Siret hafa einnig gefið út Frídaga og Indriði appið fyrir Windows Phone

Þetta forrit er um íslensku jólasveinana og auðvitað kemur það fyrst út á Windows Phone. Stekkjarstaur, Stúfur og allir hinir bræðurnir birtast í lifandi flísum(Live tile) og því er nóg að líta á skjáborðið til að sjá hver þeirra sé næstur. Ef það er einhver sem trúir ekki á að jólasveinninn setji sjálfur í skóinn þá er boðið uppá áminningar (með Toast notification) líka til að minna viðkomandi á að það hafi sést til jólasveinsins á leið til byggða.

Skjámyndir úr Windows Phone

jola1

 

Skemmtilegt að kíkja á þetta með börnunum því þetta er einfallt en þrælskemmtilegt forrit þar sem hægt er að lesa um alla jólasveinana og fræðast þannig.

 

Hér er hægt að sækja forritið fyrir Windows Phone

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira