Heim ÝmislegtApple Íslenskir hakkarar (öryggisráðgjafar)

Íslenskir hakkarar (öryggisráðgjafar)

eftir Jón Ólafsson

Ég rakst á ansi athyglivert myndband þar sem hægt er að sjá hvernig íslenskir hakkarar (öryggisráðgjafar hjá Syndis) brjótast inn í tölvu fréttamanns hjá Vocativ með einföldu social hacking og ná þannig stjórn á tölvunni hennar og gögnum.

Vakti athygli mína að sú sem varð fyrir árásinni er að nota Apple tölvu sem okkur er kennt að trúa að séu 100% öruggar. Fornarlambið er að nota Mountain Lion 10.8 en staðfest er að þessi hola er líka á Mavericks.

 

[embedvideo id=”bsqRXvbc-mM” website=”youtube”]

 

 

Þarna sendir “árásaraðilinn” trúverðugan tölvupóst með tengil í vefsíðu  og á þessari síðu er tengill í PDF skjal sem notenda smellir á. Ég mundi kalla þetta “PDF árás” en samkvæmt heimildum mínum nota þeir aðferð/tækni sem er ekki þekkt eða notuð venjulega (ekki hefðbundið Javascript).

Árni Már einn af meðlimum Syndis var í viðtali hér fyrr á árinu.

 

Hvað finnst þér?

Skildu eftir athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Þessi vefur notast við vafrakökur. Samþykkja Lesa meira